Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1950, Side 64

Eimreiðin - 01.01.1950, Side 64
52 ALLT Ell, ÞA ÞRENNT ER eimreiðin Og skipið seig áfram og risli livíta rák í svartan spegil fjarð- arins. Og inni á bryggjunni beið fjöldi fólks í heila klukkustund fram yfir áætlunartíma. Hásetinn lagði slysalaust að bryggju, því að rétt í þeim svifum „héldu báðir karlamir kjafti“, og annar þeirra var sofnaður, —- og var því ekki um annað að ræða, eða þá að gera Jóni aðvart, og það vildi hann ekki. En um leið og landfestum var varpað og þær tengdar, lirökk Jörundur gamli upp og kallaði: „Slow speed, strákur, bölvaður asninn!“ — „All riglit, skipp- er!“ tautaði stýrimaður og valt út af stólnum. Fimm dögum síðar sigldi Jörundur gamli fleyi sínu yfir boða í utanverðri skipaleið skammt frá Molde í Raumsdalsfirði og braut af sér þrjá skrúfuspaðana. Yar hann síðan dreginn til lands. Þetta varð lians „siste reis, sing sailor oli!“ — Nú loks gripu blöðin í taumana og sögðu stopp! — Enga „slow speed“ framar á skipaleiðum Jörundar gamla! Og einn morguninn vaknaði J örundur gamli við vondan draum: lítlægur úr mannheimum. — Vitavörður — að nafni til — á yztu skerjum! Verðlaunasamkeppni EimreiSarinnar 1950. Eimreiðin efnir til smásögukcppni, og skulu sögur ]>ær, sem sendar verða til þessarar samkcppni, ekki vera lengri en 500 orð, eða sem svarar einni til tveim Eimreiðarsíðum. Handrit sktilu send Eimreidinni, Pósthólf 322, lieykjavik, fyrir 1. júu næstk. Þau verða ekki endursend, og eru keppendur því beðnir að taka afrit af sögum sínum. Hver keppandi getur sent fleiri en eina sögu, ef liann óskar, en hverju handriti verður að fylgja fullt nafn og lieimilisfang höfundar. Eimreiðin áskilur sér rétt til að hirta hvert það liandrit, sem telst liæft til hirtingar, án tillits til þess, hvort það hefur hlotið verðlaunin, en aðeins ein verðlaun verða veitt, og eru þau ákveðin kr. 50.00. Ef engin saga herst, sem talizt geti verðlaunahæf, falla verðlaunin niður. Þátttakendur í þessari samkeppni teljast með þátttöku sinni samþykkir ofangreindum skilyrðum.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.