Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1950, Side 65

Eimreiðin - 01.01.1950, Side 65
EIMREIÐIN Á ferð og flugi. (Ferðaþœttir). með geysi til prestwick. I dag er laugardagur 18. marz 1950, og ég er staddur um borð i skýjakljúfnum Geysi á flugferð milli Revkjavíkur og Prestwick. Eerðaliugur er sérstætt, sálrænt fyrirbrigði, og þennan morgun 'aknaði ég kl. 5,30 eftir væran sjö stunda svefn, alveg ef sjálfu sér. Ferðabug urinn kvöldið áður bafði stillt á þann tíma og verk- a3i eins og vekjaraklukka. Það er bjart veður, albeiðríkt, logn °íí svo sem 3—4 stiga frost. Kl. 8.45 er Gevsir kominn á loft með °kkur. Kl. 10,08 kemur flugfreyjan með ,,fréttablaðið“ framan nr stjórnklefanum. Þar er okkur skýrt frá því, að við fljúgum 1 9000 feta liæð, að 18 stiga frost sé úti fvrir í þessari liæð og að 'ið munum koma til Prestwick kl. 13,55. Allt í lagi! Það er unaðslegur morgunn þarna uppi í háloftunum. Mér líður bvergi betur en uppi á liáum fjöllum eða í flugvél. Lækn- arnir segja víst, að það sé af lágum blóðþrýstingi. Ég lteld, að Pað sé fremur af því, að þá flýgur maður frjáls eins og fuglinn vbáa vegaleysu“ og skilur áhyggjurnar eftir niðri á láglendinu. Það er ágætt að skrifa bér uppi í báloftunum, þar sem maður sUur j sínum þægilega flug-„bedda“. Niðurinn frá hreyflunum Cr r0£>ndi og varla nokkrum manni til óþæginda. þannig rætast draumar vor mannanna! Hér fer nú „vor- °<unn ljúfi“, sem Jónas kvað um, í líki risavaxins fugls, sem taekni nútímans befur fullkomnað. Hér fer bann ,.með fjaðra- -'liki um háloftin, því það blikar á v’ængi bans h'ér uppi í sól- skininu, yfir þokudúknum, sem nú liefur breitt úr sér fyrir neðan okkur. Á lönetun vetrarkvöldum liðinna alda liafa sveim- 1 ° 11 "a unglingar setið við íslenzkar hlóðaglæður, liorft í eldinn °" látið sig dreyma um, að ævintýrin mættu rætast. „Fljúgðu, Hjúgðu klæði“ og „renni, renni rekkja mín, hvert sem ég vil!“ 11,1,1 til að lyfta sér til flugs, sem logaði í þessum liðnu kvn-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.