Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1950, Page 66

Eimreiðin - 01.01.1950, Page 66
54 Á FERÐ OG FLUGI eimreiðin slóðum, þrátt fyrir kulda og kröm, og yljaðist við eld ævintýra og sagna, hefur hér náð einu takmarki, og ævintýrið er orðið að veruleika. Hér svífur nú klæðið undir fótum okkar, farþeg- anna á Geysi, hvít þokubreiðan, mjúk og hlý, eins og nýþvegin vorull, breidd til þerris á grænni flöt, því liér og þar sér niður á grænleitt liafið. En nú vekur flugfreyjan okkar ástúðleg mig upp af þessum hugleiðingum og ber okkur ágætt, íslenzkt kaffi með kræsinguni. Strendur Skotlands eru ekki langt undan, landsins, sem frægt er í söngvum og sögum, með hálöndin, sem Robert Burns orti um sín ástaljóð og gat aldrei gleymt. Það er gamla sagan og sú sania og hjá okkur heima. Ættjarðarástin er allstaðar söm við sig. Um stund fljúgum við í gegnum þokuhaf svo dimmt, að óljóst sér yfir á skrúfuvæng fjarri hreyfilsins þeirra tveggja, sem ég hef útsýn yfir frá mínum glugga. En fjórhreyfluð vélin knýr okkur áfram, út úr þokunni, og áður en varir erum við aftur í sólskini. Og nú er þokuteppið fyrir neðan okkur farið að leysast upp í ærið einkennilegar myndir. Drangar og strókar, stallar og kiifar, teygja sig upp í sólskinið. Sumar þessar þokumvndir taka á sig líkingu dýra og manna. Og þarna sé ég ekki betur en komi svíf- andi móti mér kollurinn á einum kunningja mínum heima í Reykjavík. Höfuðlagið er það sama. En svo er þetta náttúrlega ekkert annað en tálmynd, sem þokan fyrir utan og ímvndunarafl sjálfs mín höfðu lagt saman í að skapa. En mikið var myndin lík fyrirmyndinni! Aftur fljúgum við í gegnum þokuhaf, og það er eins og kólnx í vélinni í livert sinn sem þokan legst að. En svo birtir aftur og hlýnar. Og nú sést „Barra Head“ fram undan — og brátt koma æ fleiri og fleiri af Skotlandseyjum í ljós. Á tilsettum tínia lentum við í Prestwick og þessum fvrsta áfanga ferðarinnar er lokið. Að síðustu þetta: Islenzku millilandaflugvélarnar standast full- komlega samanburð við samskonar farartæki annarra og stærri þjóða. Áhafnirnar eru úrvalsfólk, og þjónusta öll stendur ekki að baki samskonar þjónustu í erlendum millilandaflugvéluni. Ég hef þegar átt kost á að gera um þetta nokkurn samanbxxrð, af eigin sjón og reynd. Það er óskandi, að flugfélögin okkar tvo megi sameinuð verða þess megnug að halda velli í samkeppn-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.