Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1950, Side 75

Eimreiðin - 01.01.1950, Side 75
eimreiðin VIZKUSTEINNINN 63 að störf alkemistanna hafi ekki verið á efnissviðinu eingöngu, heldur einnig á geðheima- og liugheima sviðinu. Það er varla efa bundið, að störf þeirra liafi náð hámarki sínu í hugheimum. Það er gamla sagan, sem endurtekur sig: Þröngi vegurinn til full- homnunar er langur og torsóttur. Þeir, sem ætla sér að þræða hann, verða að sýna óþreytandi þolinmæði og óhaggandi tru og tilbeiðslu, eigi takmarkinu mikla nokkurntíma að verða náð. Ein þeirra ritgerða alkemistanna, sem áður er vitnað til, hefst ^eð þessu ávarpi: „Til hinna upplýstu, hágöfugu, lieilögu og hlessuðu, iðkenda hinnar æðstu speki, unnenda dyggðanna, lávarða lífsins, afneitenda þessa lieims, liverra líf er heilagleiki, vizka og máttur og liverra starf er að líkna þeim, sem þjást og líða skort“. Slíkir voru mennimir, sem stofnuðu hinn göfuga félagsskap alkemistanna. Slíka menn yfirskyggði ljós Logosar, sú máttuga andlega orka, sem fyllir líkama og sál lærisveinsins á stund til- heiðslunnar og hugljómunarinnar. Slíkunr opinberast dýpstu leyndardómar, og skynheimurinn er fyrir þeirra sjónum aðeins ytri skurnin á ósýnilegum æðri heimi. Þeir geta lesið úr táknum aköpunarverksins, greint einkenni þess, og fundið kjarna þess. Þeir geta samræmt og tengt í réttum hlutföllum hinar fjórar höfuðskepnur, jörð, loft, eld og vatn, svo að úr verði heimur full- komins jafnvægis. Þeir lifa í kærleika og einingu, því þeir eru eitt með konungi kærleikans og liafa hlotið bústað í ríki hans. Sögur um sönglistarmenn. Söngkonan Adelina Patli var eitt sinn beðin um að framlengja samning s'nn um að syngja í söngleikhúsi einu. Hún kvaðst skyldi gera það, ef hun fengi 450 þúsund krónur í laun á mánuði. Forráðamenn leikliússins færðust undan þessari kröfu, og hentu á, að sjálfur forseti Bandaríkjanna hefði ekki svona há laun á ári, fyrir sitt mikilvæga starf, eins og hún heimtaði a man- nði. „Gott og vel“, svaraði Patti, „látið þá forsetann syngja fyrir ykkur“. Tónskáldið Brahms var prúðmenni mikið og liógvær. í kveldboði lijá vim lians var á borðum vintegund ein, sem húsráðandi taldi þa beztu, sem hægt 'æri að fá. „Þetta vín er réttnefndur Braluns meðal allra vorra vina“, 6agði hann við vin sinn. Bralims dreypti á glasi sínu og mælti: „Gott, mjög gott! En má ég nú biðja um, að borinn se inn Beethoven !

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.