Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1950, Side 76

Eimreiðin - 01.01.1950, Side 76
EIMREIÐIN Leiklisfin. Bláa kdpan enn. Vígsla Þjóðleikhússins. Leikfélag Hafnarfjarðar: Ekki er gott, að maðurinn sé einn. Menn taskólaleikir. Kabarct-skemmtanir templara og ekki templara. Hinn ágæti leikhúsmaður, Ein- ar H. Kvaran, sagði í fyrsta leik- dómi sínum um Leikfélag Reykja- víkur: „Þrálátt við söngleikina, Leikfélagið!“ Félagið hafði þá sýnt fjóra söngleiki í röð, og þótti raunsæismanninum nóg að gert í því efni. Seinna varð hann leið- beinandi við leikina og mótaði hina nýju stefnu með „Heimkom- unni“ eftir Sudermann, og enn seinna átti hann sem leikritahöf- undur og formaður félagsins um langt skeið sinn þátt í svipmesta tímabili félagsins, þegar íslenzku leikritin komu fram hvert á fætur öðru eftir Hafnarskáldin Jóhann Sigurjónsson og Guðmund Kamban og hann fremstan heimamanna. Ég held, að jafnvel hinn ótrauði forvígismaður raunsæisstefnunn- ar hefði samt látið sér vel lynda þau málalok, að síðasta verkefni L. R., áður en Þjóðleikhúsið hóf starfsemi sína, var einmitt söng- leikur. Það má stundum brosa í kampinn að starfi áhugamanna í leiklist, en þegar í hlut á hálfrar aldar gamalt félag með jafn virð- ingarverðum starfsafrekum og L. R., þá verður vandlifað á næsta stigi leiklistarinnar hér, sem er verkefni atvinnumannanna í leik- list. Þegar þessar línur koma á prent, er sá atburður um garð genginn, sem að sjálfsögðu skygg' ir á aðra leiklistarviðburði árs- ins. Þjóðleikhúsið hefur verið tek- ið í notkun eftir þrefalda vígslu. Hvernig tekizt hefur, hafa hinii' heppnari lesendur séð með eigin augum, aðrir frétt úr öðrum átt- um, en eftirvænting alls fjöldans er ósödd; á fáum vikum, enda mánuðum, verður hvergi til hlítar skoðað hið nýja furðuverk, sem vér höfum eignazt. En Þjóðleik- húsið er líka dálítið meira en furðuverk nýjustu tækni í ljósa- og leiksviðsútbúnaði og undur- samlegustu salarkynni þessa bæj- ar. Það er menningarstofnun al- mennings. Öll framtíð leikhússins er undir því komin, hvernig tekst að rækja þetta hlutverk. Ósann- gjarnt væri að kveða upp úrskurð eftir þrjár fyrstu sýningarnar; vikur og mánuðir nægja varla til annars meira en að seðja mestu

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.