Eimreiðin - 01.04.1952, Side 9
EIMREIÐIN
Apríl—júní 1952 - LVIII. ár, 2. hefti
ENGIÐ GRÆNA.
Vindar af suðri flosmjúka feldinn þinn strjúka,
fagnandi höndum, sumarengiö mitt grœna.
Gengur í bylgjum grasiö þitt undurmjúka, —
glitofinn flaumur, hvert sem auga mitt sér.
Sólheita angan smáravallarins vama
vindurinn langvegu ber.----
Yfir þér vakir hlíöin forkunnarfögur.
Fellur viÖ bakka þinn jökulsá þungum straumi,
kveöandi viö þig ástljóÖ og bylgjubögur,
blessandi, grœna engi, þitt sumarskrúö —
vökvandi moldina þína, sem lœtur í laumi
lífgrösin spretta, fögur og gullinprúö.
Engiö mitt græna, lieimkynni hljóma og blóma,
hjarta mitt geymi þín Ijóö og þín œvintýri.
Enn heyri’ eg sömu vögguvísurnar hljóma
vorglööum niöi, sem foröum, er lék eg hér.
Enn berast kveinstafir kjóanna utan úr mýri
klökkir og þunglyndislegir aö eyrum mér.
Hefur þú, engi, gleymt minni fyrstu göngu,
— glaöur og fagnandi lagöi eg á daggarliafiö?
Öll eru spor mín týnd fyrir lifandi löngu,