Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Page 11

Eimreiðin - 01.04.1952, Page 11
Við þjóðveginn 1. júní 1952. pORSETAKOSNINGARNAR, sem í hönd fara, eru eitt tíðasta umræðuefni fólksins í sveit og bæ — og þá ekki sízt í höfuð- staðnum. Þeir, sem telja forsetaembættið ópólitískt og val manna 1 það hafið yfir allar flokkadeilur og dægurþras, hafa orðið fyrir vonbrigðum. Það hefur sem sé komið alláþreifanlega í Ijós, að forsetakosningarnar eru orðnar rammpólitískt mál. Stjórnmála- flokkarnir hafa snúizt hver gegn öðrum, stuðningsflokkar stjórn- arinnar saman gegn stjórnarandstöðunni og I'orseta- fleirum, um valið á sameiningartákni þjóðar- kosningarnar. innar. Þeir, sem hafa viljað breýta forsetavald- inu í þá átt, sem tíðkast í Bandaríkjunum, hafa fengið þau svör frá sumum málpípum stjórnmálaflokkanna, að s|ikt væri hættulegt fyrir smáþjóð eins og íslendinga. Það mundi auka á sundrungu og óeiningu um þjóðhöfðingjann. Það virtist ^eira að segja um skeið, sem vissir menn í þjóðfélaginu sæu sér ieik á borði, við það millibilsástand, sem nú ríkir, að kveða niður Þá hreyfingu, sem uppi er um að gera forsetaváldið þannig úr 9arði, að forsetinn skipi, án afskipta alþingis, ráðuneyti, sem asamt honum og á ábyrgð hans fari með framkvæmdarvaldið akveðið kjörtímabil — og þurfi ráðuneytið ekki að vera skipað a|þingismönnum, heldur fari forseti í vali sínu eingöngu eftir því, hverjum hann treystir bezt til samstarfs. Reynslan af þessum for- setakosningum virðist ekki ætla að staðfesta, að minni hætta sé a sundrungu og óeiningu um kjör forseta og embætti, eins og hvorttveggja er nú, en þótt breytt yrði til um þetta með væntan- 'egri nýrri stjórnarskrá í þá átt, sem stjórnarskrárfélögin í land- inu og Þingvallafundir hafa lagt til. Því hefur verið haldið fram af andstæðingum ofannefndra hreytinga á forsetavaldinu, að kæmust þær á, þá myndi það rýra þingræðið. Þetta er þó alger misskilningur. Allt heilbrigt þingræði hyggir á þeirri grundvallarreglu, að þjóðþingið sé löggjafar-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.