Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Side 29

Eimreiðin - 01.04.1952, Side 29
eimreiðin FYRIR 200 ÁRUM . . . 101 varð aítur til þess, að Le Breton leitaði hófanna hjá ýmsum upp- rennandi menntamönnum um samningu svipaðs rits á frönsku. Af hendingu rakst hann þá á Denis Diderot, sem var þá enn með öllu óþekktur maður, fátækur og vinalaus, nýkominn til Parísar með þeim fasta ásetningi að vinna fyrir sér með ritstörfum og verða frægur. Diderot tók fegins hendi tilboði Le Bretons og gladdist af því einkum, að hann, trúleysinginn, þyrfti ekki lengur Rð hafa ofan af fyrir sér með því að semja sunnudagaræður fyrir lata og andlausa klerka, en það var um skeið eina tekjuvonin hans. Honum veittist nú auðvelt að telja bóksalann á það að gefa út sjálfstætt verk og svo yfirgripsmikið, að síðari tímar skyldu minn- ast þess með aðdáun og viðurkenningu. Diderot átti að stjórna útgáfunni. En hann valdi sér að aðal-samverkamanni þekktan rit- höfund og vísindamann, sem var heimagangur í samkvæmissöl anum, tengdur vináttuböndum við háaðalinn og hirðgæðinga og stóð til að verða kjörinn meðlimur franska fræðafélagsins. Það var hinn víðkunni stærðfræðingur Jean Lerond, öðru nafni d’AI- embert. Þessir tveir menn beiddust nú liðveizlu ýmsra hinna þekktustu íraeðimanna, sem þeir náðu til, og lofuðu tuttugu aðstoð sinni. Var hverjum úthlutað að fjalla um ákveðið málefni og það til- skilið, að verkinu væri lokið á þrem mánuðum. Auðvitað náði það engri átt að hafa frestinn svo stuttan, þegar sumum var ætlað aÖ semja jafnvel nokkur hundruð greina, enda skilaði enginn handriti sínu svo fljótt, nema Rousseau, en hann skrifaði grein- arnar um hljómlist og varð síðar að játa, að þær væru hroðvirknis- legar, samdar í allt of miklum flýti. Kunnugt er af boðsbréfi Diderots, sem út kom í október L750, °g forspjalli d’Alemberts, sem fylgdi fyrsta bindinu af alfræðinm (3Ú1Í 1751), hver átti að vera stefna ritsins og tilhögun. 1 boðs- ritinu lagði Diderot áherzlu á markmið alfræðinnar, nytsemi henn- ar- og lýsti niðurskipun efnisins og fyrirkomulagi í aðaldráttum. Takmarkið var að gera mönnum ljóst hið sögulega samhengi ÍRnan vébanda vísinda og lista, skýra frumatriði hverrar greinar fyrir sig og gefa allsherjar þróunarsögulegt yfirlit um alla þekk- ingu manna, eins og vakað hafði fyrir Bacon. í þessu þrennskonar tilliti höfðu orðabækur og alfræðirit til þessa reynzt ónóg, að nti Chambers meðtöldu. Auðvitað átti stafrófsröð að ráða um niður- skipun atriðisorða. í síðari kafla boðsbréfsins ræðir Diderot nanar Urn framkvæmd verksins, bæði að því er snertir andleg störf og iðngreinar. í fyrri flokknum var ákveðið að byggja á kenningum

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.