Eimreiðin - 01.04.1952, Side 35
eimreiðin
0, Þír ÆSKA!
107
— Haltu þér saman, sagði lögreglumaðurinn, en þá var það
búið. Dúi var hávær og fljótmæltur, enda mikið í húfi.
Stúlkan brosti og hallaði sér út úr bíldyrunum okkar.
— Auðvitað vissi ég það, að ég átti ekki að starta bílnum, en
eg gerði það óvart, kom við þennan startara — ég kann ekki að
aka bíl, veiztu, bara fimmtán ára! Og svo fór allt útaf, — það
Var nú ekki kast, sem billinn tók. Almáttugur! Þakka þér fyrir
^úi, að þú tókst sprúttið mitt. En af hverju varstu svo vitlaus
að fara að drekka það?
■— Þó skömm sé frá að segja, sagði Dúi, þá var ég hræddur!
Drakk í mig kjark.
— Og gerðir eintómar vitleysur, sagði stúlkan.
Lögreglumaðurinn snéri sér til okkar Ríkarðs.
— Sáuð þið, þegar hann ók útaf?
— Nei, svaraði Ríkarður.
— Sagði stúlkan ykkur nokkuð um slysið?
~— Það sama, sem þið hafið nú heyrt, svaraði Ríkarður hik-
laust.
Lg sá, að stúlkan hallaði sér aftur á bak í sætinu, hún hafði
horft á Ríkarð með full-áberandi eftirvæntingu.
— Gamla samsærið og þegjandi samkomulagið hjá ungu lög-
krjótunum, sagði lögreglumaðurinn, gramur og tók upp vasabók
Slna. Hann snéri sér til okkar Ríkarðs aftur.
— Nöfn ykkar og heimili? Hann skrifaði einnig númer bíls-
lns okkar.
Stúlkan kom nú út úr bílnum, hún var með háhælaðan skó
a öðrum fæti, en berfætt á hinum.
Þakka ykkur kærlega fyrir hjálpina, sagði hún, brosti til
°kkar og fór upp í lögreglubílinn.
—■ Já, innilega þökk, sagði Dúi. Ég sagði þér það, Lóa, þú
attir ekki að fara að fikta við startarann, meðan ég skrapp út úr
kílnum.
Ég sá ekki betur en að lögreglumaðurinn kímdi um leið og
hann fór upp í bílinn og ók af stað.
'— Hann sleppur líklega, glanninn? sagði ég.
Stelpan er sniðug, sagði Ríkarður og bauð mér vindling,
°g fjandi lagleg! Ónei, hann sleppur varla, alveg, — bann-
settur glanninn.