Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Page 58

Eimreiðin - 01.04.1952, Page 58
130 ÓSÝNILEGA SAFNIÐ EIMREIÐIN er um okkur safnara — allt handa okkur sjálfuni og ekkert lianda öðrum!“ Aftur hristi hann hönd mina ákaft. Litla frúin fylgdi mér til dyra. Ég hafði allan timann tekið eftir óróa í fasi hennar, eins og hún bældi niSur ótta og kvíSa. INú staniaSi liún feimnislega þarna í dyrunum: „Gæti — gæti dóttir mín, Annemarie, náð’ tali af ySur, áSur en þér heimsækið okkur aftur? ÞaS myndi vera betra vegna — vegna margra ástæðna. Þér borðiS liádegisverS í gistihúsinu?“ „Vissulega, meS mestu ánægju.“ Og, mikiS rétt, klukkustund síðar, er ég hufSi nýlokið aS borða i litla salnum i gistihúsinu, kom inn stúlka og leit umhverfis sig. Hún var af æskuskeiSi, fátæklega búin. Ég gekk til hennar, kynnti mig og kvaSst reiSubúinn til aS fara meS henni og skoSa safniS. En hún roðn- aSi skyndilega og með sama vandræðalega láthragðinu og ég hafði tekið eftir hjá móður hennar, spurSi liún, hvort hún mætti tala viS mig nokkur orS áSur. ÞaS var augljóst, aS henni veittist mjög erfitt aS segja þaS, er hún óskaSi. 1 hvert sinn, er hún reyndi að tala, roSnaði hún mjög og kreppti hendurnar í fellingunum á pilsinu sínu. AS lokum byrjaSi Iiún, liikaði oft og stamaSi ruglingslega: „Mumma sendi mig . . . hún hefur sagt mér allt, og . . . við þurfum aS biðja ySur um mikinn greiSa . . . ég á við, viS viljum Iáta ySur vita, áSur en þér fariS til pahba . . . Pabba langar auSvitað til aS sýna ySur safniS sitt. Og safnið . . . safniS . . . það er ekki Iengur alveg heilt . • • mörg verkin vantar . . . því miSur mjög mörg.“ Aftur varS hún aS þagna til aS fá andhvíld, svo leit hún allt í einu snöggt á mig og sagði hratt: „Ég verS aS tala af algerri hreinskilni við yður — þér vitiS hvernig tímarnir eru, þér munuS skiljn þetta allt. Eftir stríð’syfirlýsinguna varS pabbi alveg blindur. Um nokkurn ttnia ItafSi sjón hans veriS aS hraka; æsingin svipti hann sjóninni algerlega. Þrátt fyrir, aS hunn var sjötíu og sex ára, vildi hann ólmur fara til Frakklands, og þegar herinn sótti ckki eins hratt fram og 1870, varð hann svo frá sér, aS eftir örskamman tíniu hafði hunn misst sjóntnu. AS öSru leyti er hann vel ern. ÞangaS til fyrir sköntmu gat hann klukkutímum saman tckið þátt í veiSum, sem hann hefur svo miklar mætur á; en nú cru útivistardagar hans liðnir. Eina ánægjan, sem hann á eftir, er safniS hans, sem hunn skoSar á hverjum degi: ég á við, hann sér þaS ekki — hann mun aldrei sjá neitt framar — en síSdegts hvern dag tekur liann frant öll skjalaheftin, aðeins til aS snerta verktn, hvert eftir annað, alltaf í sömu röS, sem hann Iiefttr kunnað í tiu ar. Hann hefur ekki áhuga fyrir neinu öSru nú, og ég verð aS lesa fyr,r hann um öll uppboSin í blöðunum. Því hærri prísar, því ánægSari er ltann, því — og þaS er svo átakanlegt — pabhi skilur ekkert í verSIagt okkar tima. Hann veit ekki, aS viS höfum niisst allt, og aS það' vært ekki liægt aS Iifa tvo daga í mánuSi á eftirlaunum hans. Og ekkt

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.