Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Qupperneq 66

Eimreiðin - 01.04.1952, Qupperneq 66
138 OFT SKELLUR HURÐ NÆRRI HÆLUM eimreiðin ekki farið að lítast vel á, að ég ætti að sleppa heim fyrir jólin. Á Skjöldólfsstöðum þótti ekki mikil tíðindi þó ferðamaður teppt- ist, og risna þeirra hjóna, Ragnhildar og Eiríks, var rómuð að verðleikum, enda var þar gestkvæmt. Á miðjum fimmta dagi kom Eðvald Eyjólfsson, Fjallapóstur, á leið sinni frá Seyðisfirði norður í Grímsstaði. Hann hafði fengið sér til fylgdar danskan pilt, sem var vinnumaður Sveins á Egils- stöðum. Þeir báru póstinn og höfðu því æma bagga. Utar á Jökul- dal hafði slegizt í för með þeim Sigurður nokkur Eyjólfsson, lausamaður heimilisfastur á þessum slóðum; hann bar með þeim. Ég hafði sem sagt ætlað þvert yfir heiði, en réð nú af að fylgjast með þessum mönnum upp í Ármótasel, en þar ætluðu þeir að gista. Þaðan var talinn þriggja tíma gangur í Háreksstaði, og þóttist ég hólpinn, ef ég næði þangað. í rökkri lögðum við af stað frá Skjöldólfsstöðum inn Dal, þessir fjórir menn. Færð var farin að þyngjast verulega. Dimmt var orðið, þegar við komum inn yfir Gilsá, en þar liggur leiðin upp skammt frá ánni, sem rennur í djúpu gili, varasömu í hríð og myrkri. Þama voru vörður á vegi, en þegar veðri brá, hafði byrjað með isingu, en síðan snjóað stöðugt, svo þegar þarna var komið, voru þær með öllu ósýnilegar í náttmyrkri og hríð. Af því að við vorum fjórir, tókst okkur að halda okkur við vörðurnar nokkuð langt upp eftir Múlanum, en einu sinni, þegar við krækt- um fyrir gil með illfærum hengjum, gættum við okkar miður en skyldi.' Töpuðum við þá vörðunum, og í hringsólinu yfir þeim stefnunni, því blíðalogn var á. Eftir langa póstævi var Eðvald orðinn þaulvanur ferðalögum, enda auk þess allvel kunnugur á þessum slóðum; þó brást honum þarna bogalistin. Sigurður var líka vanur ferðamaður og þótti einkum snjall að ganga eftir átta- vita — en hafði hann ekki að þessu sinni. Okkar Danans var lítið að geta í þessu sambandi: Báðir vorum við ókunnugir a þessum slóðum og hann auk þess óvanur öllu vetrarríki. Lengi hringsóluðum við og dreifðum okkur, í von um að rekast á vörð- urnar, en það brást. Veðrið var milt, en allmikil snjókoma og ákaflega blindað. Við heyrðum nið, sjálfsagt bæði frá Jökulsá og Gilsá, en gátum ómögulega greint hvaðan, eða réttara sagt, okkur fannst hann berast úr öllum áttum í logndrífunni. Loksins sagði Eðvald, að ekki þýddi fyrir okkur alla að vera að rangla þetta; líklega yrðum við að setjast að og bíða eftir tunglinu, sem vænt- anlegt var undir háttatímann. Bauð hann okkur Dananum setjast að við stóran stein, sem við vorum staddir hjá. Lögðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.