Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Side 79

Eimreiðin - 01.04.1952, Side 79
eimreiðin LEIKLISTIN 151 inu, að sjaldan hafi jafn fáir orðið jafnmörgum til bjargar. En skerfur hinna fáu nægir til að greiða neitandi svar við spurningunni. Efri mörk ís- lenzkrar leiklistar er ekki að finna hjá neinum útlenzkum leikflokki, hversu ágætur sem hann kann að vera, heldur hjá vorum góðu, gömlu leikurum, sam „höfðu lært að leika sitt eigið þjóðlíf“. Eftir er þá að líta sem snöggvast á það, sem fram hef- ur verið boðið á leiksviði höfuð- staðarins. Þjóðleikhúsið tók upp sýningar á „Litla-Kláusi og Stóra-Kláusi“, sem Leikfélag Eeykjavíkur sýndi fyrir böm fyrir 20 árum. Áhorfendur Serðu jafn góðan róm að leikn- um nú sem þá. Ennfremur sýndi leikhúsið „Þess vegna skiljum við“ eftir Guðmund Kamban, míög frambærileg sýning, en Þyí miður tók leikhússtjórnin síðari gerð leiksins fram yfir hina fyrri (Arabisku tjöldin), sem að öllu athuguðu er skemmtilegri. Eftir að hafa heiðrað Halldór Kiljan Laxness a fimmtugsafmæli hans með sýningu á „íslandsklukkunni", tók leikhúsið fyrir að sýna „Tyrkja-Guddu“, sögulegt leik- rit eftir séra Jakob Jónsson. Víst er leikritið gallað, en áhorfendur fengu þó nokkuð fyrir snúð sinn, því að ekki var úti fyrr en komið var yfir mið- nætti. Til bóta horfir að stytta leikinn um helming eða fela sjö leikkonum að leika Guddu, einni í hverri sýningu leiksins, svo að þær geti ef til vill fundið út það, sem höfundur fann ekki: maddömu Guðríði Símonardótt- ur. Út úr öllu saman tókst Lár- usi Pálssyni að gera eina sýn- ingu og er það út af fyrir sig hreint ekki svo lítið. Um leik- endur: vide supra. Maður kynokar sér við að segja það, en það verður ekki hjá því komizt. Það sem helzt horfði í leiklistar átt í höfuð- staðnum á útmánuðunum og vorinu var að finna í gömlu Iðnó við Tjörnina. Þar tók Brynjólfur Jóhannesson slaginn í hlutverki Langdons senators í sjónleiknum „Djúpt liggja ræt- ur“, en „Pi-pa-ki“ varð leiklist- arviðburður ársins. L. S. RÓSIN. Óbundið IjóS eftir Sigbjörn Obstfelder. Rós! — Ég elska þig rós! Allrar veraldar ungar varir kyssa rósir, kyssa rósir. 1 meyjarhjarta titrar tárhreinn draumur — enginn fær hann nokkru sinni að vita utan einn, — rósin. Hver kona hér á jörð hefur blandað anda sinn ilmi rósar, hvíslað titrandi vörum unaðsorð, eldheit orð, sem enginn þekkir utan hún, sem eldheitast titrar, — rósin.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.