Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Page 85

Eimreiðin - 01.04.1952, Page 85
EIMREIÐIN RITSJÁ 157 skyldustu viðhorfa og bókmennta- strauma, en vísvitandi hefur Seland eigi tekið með yngstu höfundana, sern enn eru á byrjunarskeiði og því óráðnir. Hann leggur aðaláherzluna á jiað a<5 túlka sjónarmið höfundanna með ntdráttum úr verkum þeirra og °sjaldan beinum tilvitnunum, jafn- framt því að hann vegur þá og met- ur á vog bókmenntalegrar gagnrýni. Framsetning hans er fræðimannleg °g skipuleg, en einnig hin læsileg- asta. Bók hans er því ágætlega við hæfi almennra lesenda, sem fræðast Vllja um þessi efni. Hún er vönduð að frágangi, prýdd mjög góðum utyndum skáldanna. Richard. Beck. ALDARFAR OG ÖRNEFNI í ÖNUNDARFIRÐI eftir Óskar Einarsson, Rvík 1951 (ISunnar- útgáfan ). Bók þessi er árangur af tómstunda- starfi Óskars læknis Einarssonar, árin seW hann var héraðslæknir vestur á Önundarfirði. en í Flateyrarlæknis- héraði var hann héraðslæknir á ár- unum 1924 til 1936. Hér er fjallað um byggðir önundarfjarðar, ævikjör önfirðinga og sögu, og lýst landslagi, Bæjum, búnaðarháttum og ábúendum, emnig samgöngum, verzlun, fiskveið- urti o. fl. Er hér um greinargóða frá- s°gn að ræða. En merkilegast við betta rit er þó það safn örnefna frá þessum slóðum, sem hér er birt. Örnefnasöfnun er harla gagnleg t°mstundavinna, því með henni er ehki aðeins varðveittur frá glötun fjöldi fágætra heita, sem ýmist er að gleta merkingu sinni í meðvitund beirrar kynslóðar, sem nú er að vaxa upp, eða hefur þegar glatað henni, nema í minni eldri kynslóðar. En auk þess veita örnefnin oft mjög merkilega fræðslu um sögu og menn- ingu liðinna tima. Það er eftirtektar- verð framtakssemi af önnum köfnum héraðslækni að stunda örnefnasöfnun —• og vera þó aðkomumaður í því héraði, þar sem hann starfar að henni. Það er eðlilegt og sjálfsagt, að menn safni örnefnum þar sem þeir eru bornir og barnfæddir, þar sem þeir hafa slitið barnsskónum og þekkja svo að segja hverja þúfu frá því að þeir fyrst muna eftir sér. Mig hefði ekki furðað á því, þó að út hefði kom- ið kver um örnefni austur í Holtum eftir Óskar Einarsson, því þar er hann fæddur og upp alinn. Hitt gegnir meiri furðu og verðskuldar að- dáun, að hann skuli hafa lagt þá rækt við þetta verk sitt í öðru héraði sem bók þessi ber svo skýran vott um. En honum er ljós þýðing þess að varðveita frá glötun örnefnin hvar sem er á landinu. Um það votta eftir- farandi ummæli hans i formála, sem hann ritar að þessari bók sinni: „ör- nefnin eru hluti af lífi fólksins. Þau lifna og dafna fyrir starf þess og smekk. Þjóðin lifir á miklum breyt- ingatimum í atvinnuháttum sem öðru. Þess vegna er höfuðnauðsyn að skrá þau nöfn, sem enn eru kunn, meðan nokkur man þau.“ Ég er ekki vel kunnugur í önund- arfirði og get því ekki dæmt um til hlítar, hvort rétt eru skráð öll þau örnefni, sem nefnd eru hér eða hve mörg vantar. En mér virðist verkið unnið af mikilli vandvirkni og brenn- andi áhuga fyrir málefninu. Allir, sem íslenzkum fræðum unna, og þá ekki sízt Önfirðingar sjálfir, mega vera höfundinum þakklátir fyrir þessa bók. Sv. S.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.