Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Side 15

Eimreiðin - 01.05.1964, Side 15
EIMREIÐIN 103 ar meir en áður eru dæmi til. Vaxandi kröfur verða gerðar til ís- lenzkra listamanna á öllum sviðum, og veltur að sjálfsögðu mjög á því, hvernig þeir duga. Hitt er þó jafnvel enn mikilvægara, að þjóðin sjálf haldi dómgreind sinni og heilbrigðum metnaði. Og þá kröfu verður að gera til forystumanna á öllum sviðum þjóðlífsins, að þeir gæti stranglega skyldu sinnar í því efni. Ef dómgreind þjóð- arinnar bilar, svo að hún greini ekki lengur hismið frá kjarnanum, erfiða listamennirnir til ónýtis, hversu ágætir sem þeir kunna að vera. Um leið og þessi hátíð hefst viljum við minnast látinna andans ^Ranna, sem með afrekum sínum á sviði bókmennta og annarra Usta hafa auðgað íslenzkt þjóðlíf og þjóðmenningu. Þeim er það að þakka, að hér er nú haldin íslenzk listahátíð. Menn koma og hverfa, er> listin lifir. Þess vegna er á þessu ári minnzt 350 ára afmælis Hall- gfíms Péturssonar og aldarafmælis Einars Benediktssonar. Sérstök astæða er og til að nefna nafn Davíðs Stefánsosnar, sem lézt á þessu ari og hafði þá um hartnær hálfrar aldar skeið verið eitt af ástsæl- ustu skáldum þjóðarinnar. Hann var forseti Listamannaþingsins, Sem haldið var 1945 og helgað minningu Jónasar Hallgrímssonar. Eg vil biðja háttvirta áheyrendur að rísa úr sætum og minnast þessara manna og þúsunda annarra ótalinna, sem á liðnum öldum °g árum hafa skapað og varðveitt íslenzka þjóðmenningu. Með þeirri ósk og von, að afrek fortíðar megi lýsa okkur á leið H'amtíðar, og í trausti þess, að íslenzkir listamenn megi framvegis etns og hingað til rækja skyldurnar við þjóð sína og þjóðin við listir smar, lýsi ég yfir því, í nafni Bandalags íslenzkra listamanna, að Listahátíðin 1964 er sett.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.