Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Page 54

Eimreiðin - 01.05.1964, Page 54
142 EIMREIÐIN var þýdd á mörg tungumál. Með henni liafði Nis Petersen skipað sér á bekk meðal fremstu skálda Danmerkur. Um þær mundir, sem sagan kom út, dvaldist hann í Fær- eyjum. Hann hvarf þaðan heim til Danmerkur líkt og sigurvegari. Frægð og velmegun blasti allt í einu við honum. Um þetta leyti kvæntist hann Ellen Malberg, er greitt hafði ljóðum hans veg að hjörtum dönsku þjóðarinnar með listrænum flutningi. A fyrstu hjú- skaparárum sínum ferðuðust þau hjónin um írland, flökkuðu, ef svo mætti að orði kveða, með pjönkur sínar á múlasna, sváfu undir ber- um himni og lauguðu sig í fljótum írlands. Þannig kaus skáldið að haga ferðum, kynnast þjóðareðl- inu. Á þessum ferðum safnaði hann drögum að skáldsögunni Spildt mcelk, sem lýsir innanlands- ófriðnum í írlandi í lok fyrri heimsstyrjaldar. Bak við hversdags- legt nafn bókarinnar felst tregi yf- ir blóðinu, sem úthellt var, manns- lífum sem fórnað var til einskis. Bókin er í heild árás á borgara- styrjaldir. Einn af vinum Nis Petersen hef- ur í endurminningum sínum brugðið upp mynd af heimili þeirra hjónanna í Kaupmanna- höfn. Samkvæmt lienni var Ellen Malberg í senn góður félagi, hus- móðir og listakona. Við lilið henn- ar hefði því mátt ætla, að skáldinu vegnaði vel, en raunin varð önnur. Kyrrlátt hversdagslíf þoldi hann ekki. Allt, sem minnti á varanleik, varð honum fjötur, einnig sam- fylgd góðrar konu. En á þessum árum yrkir hann þ° ballöðuna um borgarstjórann í Gal- way, sem sjálfur hengdi son sinn fyrir morð, lofsöng um manninn, sem víkur ekki hársbreidd frá veg1 skyldu og sæmdar. Þetta söguljóð frá írlandi er kjarnyrt, á köflum gáskafullt, en með undirstraum þungra örlaga: Det er sket i et land, der er grát som s01v — en langsommeligt stigende gry. Nede stod pakket krop mod krop hver sjæl fra en s0vnl0s by. Spærret var vejen til galgens sted, og lammet var b0dlens mod; men loven forlangte tand for tand og blod for alt udgydt blod. Et vindu bued’ sig bredt og h0jt lor folket i fangslets mur; — en far sás lier trykke en s0n til sit bryst; bag vinduets armatur. Om stínnens hals var en 10kke lagt; — sá skiltes de rædselsfuldt ad. Og ikke en sjæl har siden set den dommer i Galway stad.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.