Eimreiðin - 01.05.1964, Page 60
EIMREIÐIN
148
Kemur þá að þeirn meginþætti í
ævistarfi séra Jóns, sem höf. þess-
arar greinar er kunnugastur, en
það eru höfuðþýðingar hans á er-
lendum málum, Tilraun um
manninn eftir Alexander Pope,
Paradisarmissir Miltons og Messí-
asarkviða Klopstocks, en hverri
þeirra um sig er, eins og sjálfsagt
var, helgaður sérstakur kafli, en
samtals tekur sá hluti ritsins yfir
bls. 142—193. Er þar, svo sem vænta
mátti, mikill fróðleikur um tildrög
þýðinganna og efni þeirra, og
margt prýðilega sagt og lofsamlega
um þær, skáldskapar- og bók-
menntagildi þeirra, eins og rök
standa til. Og sérstaklega ber að
geta þess, að höf. ævisögunnar fell-
ir inn í þættina um framannefnd-
ar höfuðþýðingar séra Jóns valda
kafla úr þýðingunum sjálfum, er
gefa þeim, sem eigi þekkja til
þeirra, nokkra hugmynd um það,
hvernig þeim fara íslenzku fötin.
Vitanlega er þar ekki valið af verri
endanum, enda af miklu og góðu
að taka.
Yfirleitt er ég sammála séra Sig-
urði um mat hans á þýðingunni af
Tilraun um manninn, sem er að
öllu athuguðu hið merkasta verk,
ekki sízt, þegar það er í minni bor-
ið, að séra Jón sá aldrei frumritið,
en sneri því á íslenzku eftir danskri
þýðingu, er var fjarri því að vera
gallalaus. Það get ég fullyrt eftir að
hafa borið mikinn hluta hennar
saman við frumtextann. „Gaum-
gæfilegur samanburður á nærfellt
hálfri hinni íslenzku þýðingu séra
Jóns við ljósprentun af samsvar-
andi hluta dönsku þýðingarinnar,
sem liann lagði til grundvallar,
leiðir í ljós, að alla ónákvæmnina
í þeim helmingi kvæðisins tók séra
Jón að erfðum frá hinum danska
fyrirrennara sínum, að tveim smá-
atriðum undanteknum. ... Þar
sem öll ástæða er til að ætla, að
hið sama yrði uppi á teningnuni,
ef þýðing séra Jóns í heild sinni
væri borin saman við hina dönsku
fyrirmynd hans, vitnar þetta verk
hans ótvírætt um nákvæmni hans
og dönskukunnáttu." Þannig f°r'
ust mér orð í grein rninni „Alex-
ander Pope og íslenzkar bókmennt-
ir“ (Skirnir, 1936). Þar lýsti égeinn-
ig nákvæmlega tvíhendunni (the
heroic couplet), bragarliætti Popes,
er hann fágaði og fullkomnaði af
frábærri snilld. Lagði ég síðan
áherzlu á það, hvert vandaverk það
væri að þýða ljóðabálk undir svo
samanreknum og rígskorðuðum
bragarhætti, enda gerir séra J°n
það eigi, en breytti til um hann að
dæmi hins danska þýðanda. Um
mat mitt á þýðingu séra Jóns i
heild sinni verð ég, rúmsins vegna,
að vísa til ofannefndrar greinar
minnar, en læt nægja að taka upP
nokkur meginatriði úr niðurstöð-
urn mínum: „Skáldlega ferst hon-
um einnig og fimlega í þýðingum
á samlíkingum kvæðisins; þal
bregst honum örsjaldan bogalistm,
en mörgum þýðandanum verða
J^ær einmitt að fótakefli. . . • Þa ei
málið á þýðingunni. Yfirleitt feH-
ur Jtað vel að efninu, og kemtu
þar fram næmur málsmekkur þýð'
andans. ... Miðað við fyrirmynd
ltans, dönsku þýðinguna, hefm
hann unnið verk sitt mjög vel; °S