Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Side 64

Eimreiðin - 01.05.1964, Side 64
152 EIMREIÐIN Magnússon vildi vera láta, en, a hinn bóginn, væri hið takmarka- lausa hrós Hendersons ekki með öllu öfgalaust. Sé hins vegar litið á þýðingu séra Jóns eingöngu sem sjálfstætt skáldverk, á hún allt það hrós skil- ið, sem Rask bar á hana. Hún er klædd í ágætan málbúning, þrung- in hugarflugi og skáldlegri tilfinn- ingu, og verðskuldar því fyllilega þann heiðurssess, sem hún skipar í íslenzkum bókmenntum. Get ég því, í ljósi rannsóknar minnar, tek- ið heilum huga undir orð séra Sig- urðar, er hann segir í lok kafla síns um þýðingu Paradisarmissis, eftir að hafa vitnað í hinar yndis- legu Ijóðlínur „Blíður er árblær“, o. s. frv.: „Mann furðar sízt eftir slíkan lestur, þó að næsti arftaki séra Jóns, Bjarni Thorarensen, gæti ávarpað hann þessum orðum: Heill sértu mikli, Milton íslenzkra". Um þýðinguna á Messiasarkviðu hef ég ekki fjallað sérstaklega, þó að ég hafi lesið hana gaumgæfi- lega og borið suma kafla hennar saman við frumtextann, en sá sam- anburður, eins langt og hann nær, hefur sannfært mig um það, að dr. Alexander Jóhannesson fer ekki með neinar öfgar, fremur en hans var von og vísa, er hann telur þá Jjýðingu, eins og vitnað er til í ævi- sögunni, svo nákvæma, „að varla sé fellt úr lýsingarorð". En Jrau um- mæli eru Jmng á metum, vegna frá- bærrar þekkingar dr. Alexanders á þýzkri tungu og Jrýzkum bók- menntum. Annars er kafli séra Sigurðar unr þýðinguna á Messiasarkviðu ítar- legur og hinn fróðlegasti. Og rétt liefur hann að mæla, er hann segir um J>á þýðingu, sem er hið merk- asta verk, víða með snilldarbrag, að liún hafi goldið þess, að hún fylgdi í kjölfar Paradisarmissis og horfið í skugga hans. Víkur J^á að Jseim kafla sögunn- ar, sem mér virðist sérstaklega ágætur, innihaldsríkur og mjög vel á efninu haldið, en Jrað er hin na- kvæma lýsing á merkum sálnia- skáldskap séra Jóns, „Hátt stíg minn söngur“. — Sálmabókardeil- unni frægu er hér einnig gerð prýðileg skil, en Jrar kom séra Jón mjög við sögu, eins og alkunnugt er. Kaflinn „Þjóðskáld íslendinga". um almennan skáldskap séra Jóns, er einnig fróðlegur mjög, og gefur alhliða mynd af Jæim kveðskap hans. Það hel’ur ekki farið fram hja höf. ævisögunnar, hve andinn og sum erindin í hinu fagra „Þakkar- ávarpi“ séra Jóns til göfuglvnds dansks íslandsvinar endurspeglast 1 kröftugu Jjjóðhátíðarkvæði Bólu- Hjálmars, og þykir mér vænt uffl, að séra Sigurður tekur Jtar í sania streng og ég gerði í grein minm um séra Jón í Timariti Þjóðraknts- félagsins (endurpr. á sínum tíma 1 Timanum og í bók minni Ættland og erfðir, 1950). Prýðisgóður og fróðlegur er kafl- inn „Að leiðarlokum". Einnig er mikinn fróðleik að sækja í seinasta kafla ævisögunnar, sem ber heitiö „Arfurinn". Er Jrar ítarlega getið afkomenda séra Jóns, og um það

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.