Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1964, Side 82

Eimreiðin - 01.05.1964, Side 82
J. M. Eggertsson — Skuggi: Einn stafur — eitt orð „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt sem dropi breytir veig heillar skálar“. eins getur einn misritaður eða mis- prentaður bókstafur I rími eða riti breytt teikningu listaverksins á þá leið, að mismunandi smíðagallar verða á byggingunni er valdið geta höfundinum miklum áverka, jafn- vel sært hann nær ólæknandi sári. Einsteypt og heilsteypt, hægsorf- ið og seinfægt skal það vera, sem vel er vandað og lengi á að standa. Svo er og um ferskeytluna, sé hún fullkomin. Ferskeytlan á helzt að vera eins og andartak, engin grein- armerki, engir punktar, engar kommur og sízt af öllu að vísunni sé skipt í tvær samlokur eins og oft er gert. Slik ferskeytla er ekki heil- steypt listaverk, enda þótt góð sé, eða jafnvel ágæt það sem hún nær. Samlokuvísa nær ekki göfgi hinnar sönnu hrynjandi og særir brageyrað svipað og fölsk nóta í fögru tón- verki. Samlokuvísa, sem vel er gerð, samsvarar skelinni, perlumóður- inni, sem fóstrar perluna og umlyk- ur hana, en ekki perlan sjálf. Fullkomin ferskeytla er sem fægður gimsteinn eða skínandi perla, óumbreytanleg og eilíf með- an heimurinn stendur, meðan hug- ur og hjarta haldast við og tunga er töluð. Sviflétt og óþvinguð flýg' ur hún um hugann eins og andar- tak fagnaðar og gleði: Bláa skeiðar himins hind hálofts breiða vegi til að greiða lá og lind Ijós af heiðum degi. I síðustu Eimreið, í janúar-apríl heftinu 1964, er einn bókstafur misprentaður í kvæðinu „Morð Kennedys" eftir „Skugga“. Þar hef- ur í 1. vísu, 3. ljóðlínu, misprent- ast einn bókstafur: m í staðinn fyr' ir n. Þar af leiðandi liefur I rítni vísunnar skipst um orð: dögum i í staðinn fyrir dögun, sem er hið upphaflega rétta. Þessi eini mis- prentaði bókstafur skiptir um orð og gefur ranga mynd af hugsun og bygging kvæðisins; gerir meinloku í kvæðinu, er verkar sem krabba- mein og særir höfundinn djúpn sári. Orðið dögun gefur allt aðra mynd og merking en nafnorðið dagur í þolfallsorði fleirtölu, sem táknast með orðinu „dögum“. — ~~ Rétt er vísan svona: Er leið vor hófst var fyrsta neista fleygt af fáki liimna — þá er skeið var teygt

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.