Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1975, Side 5

Eimreiðin - 01.01.1975, Side 5
Inngangur EIMREIÐIN LANDNÁMSMAÐUR Á 20. ÖLD Davíð Oddsson sendi Eimreiðinni eftirfarandi pistil fyrir skömmu. Þar sem orð hans eru nátengd líðandi stundu, vill Eimreiðin hefja ferð sína 1975 með því að gera þau að sínum. Sennilega hefur sagnfræðingum ekki orðið á meiri skyssa en að lýsa því yfir, að landnámsöld hafi lokið fyrir nokkrum hundruðum ára. Samtímasöguskýringar og öll skynsamleg rök benda til þess, að landnámsöld standi enn. Ytri einkenni þjóð- lífsins hniga og í þá átt. Hér belgist verðbólga, sem á ekki sinn líka nema á tímum landnema og gullgrafara í villta vestrinu, meðan það var og hét. í þjóðmálum og menningarmálum vaða uppi sjónhverfingamenn og illvirkjar rétt eins og á slíkum tímum. Umhrotin eru sams konar. Blaðasöludrengir verða bíla- kóngar, og sá, sem var sjálfstæðismaður í fyrradag, krati í gær, í samtökunum í morgun, formaður útvarpsráðs síðdegis — hann skrifar í Þjóðviljann á morgun. Fangelsi halda ekki nokkrum manni, sem liefur innilokunarkennd og vill ekki vera þar. Þjófar og aðrir ribhaldar mæta reglulega í handtökur hjá lögreglunni á mánudögum og föstudögum, en ræna og rupla þess á milli í uppmælingu og akkorði. Maður á liausnum í gær hefur starfsemi á morgun með yfirdrætti í sama banka og áð- ur og steypist síðan heint á hausinn aftur, eins og skáldið komst að orði. Meginhluti landsins sjálfs er ónuminn. Allur þorri ibú- anna hangir á bláþræði allt landið um kring. Flestir þeirra sinna ekki öðru veturlangt en látlausri kleppsvinnu við snjó- mokstur, svo að hægt sé að sækja landbúnaðarafurðir eins langt að og kostur er og koma niðurgreiðslunum í staðinn heim í hlað til bænda. Enn er landið andlegu myrkviði vaxið 5

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.