Eimreiðin - 01.01.1975, Side 13
EIMREIÐIN
anfarin ár hafa liins vegar leitt til óvæntra niðurstaðna, og er
ekki laust við, að hjá nokkrum í þeirra hópi gæti svartsýni
um árangur jafnaðarstefnunnar, sem fylgt liefur verið á Vest-
urlöndum undanfarna áratugi7. Mikla athygli hefur vakið, að
rannsóknir á tekjudreifingu í löndum Efnahags- og framfara-
slofnunarinnar O.E.C.D. virðast sýna, að hún er engu jafnari
nú en fyrir 25 árum. Sérfræðingar O.E.C.D. komast svo að orði
i nýlegri skýrslu, að þess sjáist ekki merki í handbærum hag-
tölum, að hlutur þeirra tekjulægstu í skiptingu þjóðartekna
hafi aukist þrátt fyrir mikið umtal og miklar tilfærslur í pen-
ingum og fríðu. Og á öðrum stað segjast þeir ekki geta
fundið ótvíræð merki um almenna þróun i jafnaðarátt í
O.E.C.D.-löndum8. Slíkum niðurstöðum má ekki taka fyrir-
varalaust, eins og höfundar viðurkenna fúslega. Gögn eru
yfirleitt léleg og oft sótt í skattframtöl, og hagtölur eru notað-
ar, sem svara ekki til fræðihugtakanna, sem með réttu ætti að
mæla. Meðaltöl fvrir heildina eru fáorð um fjölbreytnina, sem
undir býr. Nefna má sem dæmi, að á 25 árum hefur fjölgað
mikið þvi námsfólki, sem vinnur með námi hluta úr venju-
legu starfsári, og einnig rosknu fólki, sem fær eftirlaun og elli-
bætur, en vinnur jafnframt hluta úr degi. Lágar frumtekjur
þessa fólks gera heildardreifinguna ójafnari. Áliugavert væri
að rannsaka betur dreifingu ráðstöfunartekna, neyslu og frí-
stunda. Geta má þess og, að enn er á reiki, hvaða tekjuhugtak er
heppilegast að nota, — mánaðartekjur, árstekjur, ævitekjur
eða núvirði ævitekna, — en niðurstöður geta oltið á því, hvert
þessara hugtaka er notað.
í O.E.C.D.-löndum eru skattar um 35% af vergri þjóðarfram-
leiðslu, allt frá 22% í Japan til 50% i Belgíu. Á íslandi mun
þetla hlutfall nú vera um 36%, þar af kemur 29% i hlut ríkis-
ins, en um 7% renna til sveilarfélaga. Skattheimta getur því
haft mjög mikil jöfnunaráhrif á frumtekjur, ef skattar eru
stighækkandi. Tekjuskattur er almennt talinn hafa mest áhrif
á tekjudreifinguna, en í grannlöndum er allt að lielmingur op-
inherra gjalda innheimtur með tekjuskatti. 1 fjárlögum fyrir
árið 1975 er hins vegar áætlað, að tekjuskattur einstaklinga
•iemi aðeins um 12% af tekjum islenzka rildsins. Rannsóknir
á raunverulegri skatthyrði liafa leitt i ljós, að í framkvæmd
er stighækkun tekjuskattsins minni en skattstiginn sýnir, vegna
þess að efnafólk getur notfært sér hetur en aðrir ýmsar undan-
þágur og frádráltarliði. Svo mun vafalaust einnig vera hér á
landi9.
öbeinir skattar, sem á íslandi standa undir um 80% af tekj-
13