Eimreiðin - 01.01.1975, Síða 15
ÉIMREIÐIN
núna og það ástand, sem yrði, ef ríkisbúskapurinn legðist af,
því að þá mundu flestar forsendur nútímaþjóðfélags einnig
bresta. Skynsamlegra er að taka fyrir einstök verkefni ríkis-
ins og athuga, hvernig ábati og kostnaður af þeim skiptist
milli ýmissa þjóðfélagshópa. Hagfræðingar hafa framkvæmt
mikið af slíkum rannsóknum á undanförnum árum, og eru
niðurstöður þeirra oft athyglisverðar. Meðal annars virðast
rannsóknir á skólakerfum í nokkrum löndum benda til þess,
að fátækir styðji ríka til náms14.
IV. JÖFNUÐUR OG SKÓLARNIR.
Sú skoðun hefur verið almenn, að aukin menntun og jafn-
ari dreifing hennar hljóti einnig að jafna laun manna, ef nokk-
uð hald er í kenningum hagfræðinga um fjárfestingu í mennt-
un. Þetta hefur ekki gerst að því er virðist, og hafa því kenn-
mgar, sem keppa við mannauðsfræði, fengið byr undir báða
vængi. !
Christopher Jencks og félagar vöktu nýlega mikla athygli
með bók sinni, lnequality: A Reassessment of ÍFamily and
Schooling in America, en þar eru m. a. birtar niðurstöður töl-
fræðilegra athugana, sem eiga að sanna, að skólaganga hafi
htil sem engin áhrif á laun. Er því haldið fram, að 80% launa-
mismunar séu komin undir heppni, en menntun skýri aðeins
10% launaójafnaðar og aðrir þættir, svo sem greind og staða
föður, skýri þau 10%, sem afgangs eru15. Niðurstöður þessar