Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1975, Síða 18

Eimreiðin - 01.01.1975, Síða 18
ÉIMREIÐlN allan20. í greininni er þvi haldið fram, að lægri meðalgreindar- vísitala barna frá tekjumögrum heimilum (sem svo hefur mælst víða um lönd) stafi af langstærstum hluta af meðfæddum greindarskorti, hér sé um erfðir að ræða, en ekki óheppilegt umhverfi. Flestir vísindamenn, sálfræðingar jafnt og erfða- fræðingar, telja þessa kenningu fjarstæðu sem kunnugt er. Róttækir skólamenn eru einnig í vígaham. í stað gamla ein- kunnarorðsins, jöfnum aðstöðuna, hafa þeir valið nýtt, jöfnum árangurinn. Árangur á að jafna með jákvæðri mismunun, þ. e. aukaaðstoð við unglinga frá lágtekjufjölskyldum, sem gengur illa að læra — nokkuð i anda ýmissa broddborgara, sem nú basla námsleiðum börnum sínum áfram á lærdómsbrautinni með ærnum kostnaði. Einnig er talað um að breyta aðferðum, sem notaðar eru til að meta árangur, t. d. koma á annarri tilhög- un prófa eða fella þau alveg niður. Stundum er sagt, að fylgni með stöðu í yfirstétt annars vegar og hárri vísitölu á greindar- prófi og góðum námsárangri hins vegar sé svo mikil, að hug- tökin renni saman og verði óaðskiljanleg. Greindarpróf jafnt sem önnur próf séu liður í samsæri yfirstéttarinnar, — tæki, sem hún notar til að treysta völd sín. Hér verður ekki tekin afstaða til þessara háfleygu deilumála. Þess er þó að geta, að lilla námsþátttöku barna úr láglaunastétt má skýra a. m. k. að liluta með einfaldri framboðs- og eftir- spurnargreiningu —- án þess að gripið sé til líffræði- eða sam- særiskenninga. Sá ábati, sem unglingar frá lágtekjuheimilum vænta sér af framhaldsnámi, er minni en annarra m. a. vegna þess, að vitneskja þeirra um, hvað stendur til boða á vinnumark- aðnum er oft bágborin. Á hinn bóginn er námskostnaður fá- tækra unglinga meiri en annarra, en þá er átt við „fjármögn- unarkostnað“. Tekjutapið á meðan á námi stendur, sem er stærsti kostnaðarliður langskólanáms, leggst með mestum þunga á unglinga frá fátækum heimilum, en þeim vex jafnframt fjárhagsáhættan af námi meira í augum en efnuðu námsfólki. Við þessa efnahagslegu þætti má bæta einum félagslegum. Menn ætla sér ólíkt fyrir. Sennilega er ekki fjarri lagi, að margir unglingar keppist við að ná menntastigi foreldra sinna (föður), en eftir að því marki er náð, dofni áhugi á viðbótar- námi hjá mjög mörgum. 18 V. NOKKRAR NIÐURSTÖÐUR. I þessari grein hefur verið drepið á margt, en fáu gerð góð skil. Verður nú áfram haldið í sama anda og settar fram til at-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.