Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1975, Page 27

Eimreiðin - 01.01.1975, Page 27
EIMREIÐIN lenzkum þjóðsögum í Þjóðsagnabókina. Vel er að báðum þess- um ritflokkum staðið, valinkunnir fræðimenn fengnir til og Hágangur ritanna allur liinn bezti. Nú hefur Almenna bóka- félagið hafið í bókaklúbbi sinum útgáfu fimm binda safnrits islenzkrar ljóðagerðar að fornu og nýju, sem Kristján Karls- son bókmenntafræðingur tekur saman. Kristján er alkunnur fyrir skrif sín um bókmenntir, sem bera víðsýni hans og skarp- skyggni ágætt vitni. Þriðja bindi verksins, sem nær frá síðari kluta nítjándu aldar til upphafs hinnar tuttugustu, kom út í marz sl., og er ætlunin að ljúka útgáfunni árið 1977. Tómas Guðmundsson skáld segir í Morgunblaðinu 11. marz sl. þau °i’ð Hóratíusar, að ljóð „hefðu það til síns ágætis að geta verið mönnum sífelldlega til yndis, jafnvel við tíunda lestur“ von- andi rætast í Islenzku Ijóðasafni, „að það verði ekki einungis kærkomin lesning á þúsundum heimila, heldur megi einnig eiga sinn þátt í að brúa bilið milli liðinna kynslóða og sam- tiðarinnar og jafnvel efla nýjan skáldskap til sterkari og heilla- 'ænlegri áhrifa — á þjóð sína og frá henni.“ Undir orð Tómas- ai' má taka. Með íslendingum hefur lifað slerk ljóðaliefð í ellefu aldir, þjóðin sótt í kvæðin þann þrótt, sem henni er nauðsynlegur til menningarlegs sjálfstæðis. Og sjá má af þess- 311 fyrstu bók safnritsins, að það mun verða ein varðan á vegi íslenzkrar menningar. H.H.G. SAGA AF SJÖNUM Leikritasafnið Saga af sjónum eftir Hrafn Gunnlaugsson er a niargan hátt forvitnileg bók — ekki aðeins vegna leikritanna tveggja, þess sem bókin dregur nafn af og hetjusagnarinnav ^egar kinnhestur hneggjar, lieldur vegna tveggja ritgerða, sem þar er að finna og höfundur hefur skrifað verkum sinum til skýringar og þá væntanlega til að lýsa afstöðu sinni til leik- ntunar almennt. kyrri ritgerðin, Hugdettur um leikritið, er samansett af tutt- ugu tölusettum köflum eða öllu heldur örstuttum hugrenning- um um eðli leikritunar. Hér er ekki um algera frumhugsun ‘° Un(lai' að ræða heldur samtvinnun þeirrar þekkingar, sem lann hefur öðlazt við nám erlendis og reynslu, sem hann hef- bæði sem leikritaskáld og leikstjóri. Þessi ritgerð er V1 n Ijóðræn og kemur strax róti á ímyndunarafl lesandans °ö þá sérstaklega lesanda, sem þekkir eitthvað til leikhúss. Ég 27

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.