Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1975, Síða 34

Eimreiðin - 01.01.1975, Síða 34
ElMREIÐlN OVIDIUS Ummyndanir 2 BAKKUS Faðir alvaldur veitti Tíresíasi þá náðargáfu að vita óorðna hluti í bætur fyrir sjónarmissinn og létti lionum bölið með heiðri. Frægð spámannsins harst nú um allar borgir Grikk- lands, og liann gaf þeim, er til lians leituðu, óvéfengjanleg svör. En Penþeifur Ekkíónsson var maður, sem lítilsvirti guðina, og varð einn allra til þess að hrakyrða öldunginn og hæðast að spádómum lians og smána hann fyrir að vera sjónlaus og myrkri hulinn. Öldungurinn liristi silfurgrátt höfuð sitt og mælti: „Það yrði þér til láns, sjálfum, ef þú yrðir sjónlaus, þvi þá mundir þú komast hjá því að horfa á blót Bakkusar. Þegar sá dagur rennur, sem ég hygg að sé ekki langt undan, að Líber, sonur Semelu, heldur hér innreið sína, þá áttu það eftir. ef þú reisir honum ekki hof, að tætlum úr lioldi þínu mun dreift yfir jörð- ina, en hlóði þinu mun slett yfir skógana og yfir móður þína og frænkur. Þetta á allt eftir að koma fram. Því ekki muntu sýna guðinum lotningu, og það á eftir að koma niður á þér, að ég hef, þótt sjónlaus sé, verið helzt til framsýnn." Ekkíonsson leyfði öldungnum ekki að Ijúka máli sínu, en iiratt honum frá. En spá hans rættist, og allt kom fram, sem Tíresías hafði sagt fyrir. Líber birtist og fylgdarlið hans kom með ærslum og óhljóðum svo undir tók. Borgarlýðurinn þusti á móti honum, konur ungar sem rosknar og einnig karlmenn, háir sem lágir, hófu áður óþekkt blót. 34
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.