Eimreiðin - 01.01.1975, Qupperneq 34
ElMREIÐlN
OVIDIUS
Ummyndanir 2
BAKKUS
Faðir alvaldur veitti Tíresíasi þá náðargáfu að vita óorðna
hluti í bætur fyrir sjónarmissinn og létti lionum bölið með
heiðri. Frægð spámannsins harst nú um allar borgir Grikk-
lands, og liann gaf þeim, er til lians leituðu, óvéfengjanleg svör.
En Penþeifur Ekkíónsson var maður, sem lítilsvirti guðina,
og varð einn allra til þess að hrakyrða öldunginn og hæðast að
spádómum lians og smána hann fyrir að vera sjónlaus og myrkri
hulinn. Öldungurinn liristi silfurgrátt höfuð sitt og mælti: „Það
yrði þér til láns, sjálfum, ef þú yrðir sjónlaus, þvi þá mundir
þú komast hjá því að horfa á blót Bakkusar. Þegar sá dagur
rennur, sem ég hygg að sé ekki langt undan, að Líber, sonur
Semelu, heldur hér innreið sína, þá áttu það eftir. ef þú reisir
honum ekki hof, að tætlum úr lioldi þínu mun dreift yfir jörð-
ina, en hlóði þinu mun slett yfir skógana og yfir móður þína
og frænkur. Þetta á allt eftir að koma fram. Því ekki muntu
sýna guðinum lotningu, og það á eftir að koma niður á þér, að
ég hef, þótt sjónlaus sé, verið helzt til framsýnn."
Ekkíonsson leyfði öldungnum ekki að Ijúka máli sínu, en
iiratt honum frá. En spá hans rættist, og allt kom fram, sem
Tíresías hafði sagt fyrir. Líber birtist og fylgdarlið hans kom
með ærslum og óhljóðum svo undir tók. Borgarlýðurinn þusti
á móti honum, konur ungar sem rosknar og einnig karlmenn,
háir sem lágir, hófu áður óþekkt blót.
34