Eimreiðin - 01.01.1975, Page 40
EIMREIÐIN
við léð ej'ru romsu þessari, því hætt er við að töfin verði til
að sefa bræði vora. Sveinar, fljótir nú, takið þennan mann og
leiðið liann héðan, sendið liann niður í myrkur undirheima
með liinum kvalafyllstu pyndingum“. Hinn týrrenski Akötes var
þegar dreginn brotl og liann lokaður inni í rammgerum fanga-
klefa. En sagt er, að meðan verið var að taka til hin skelfilegu
morðtól, járnið og eldinn, þá hafi dyrnar lokizt upp sjálfkrafa
og hlekkirnir fallið af höndum hans, án þess að nokkur leysti
þá.
En Ekkíonsson var óhagganlegur: nú sendir hann ekki aðra
fyrir sig, en fer sjálfur í átt til Kvþeronsfjalls og rennur á hljóð-
ið að þeim stað þar sem söngvar og skær hróp Bakkvnjanna
kveða við. Likt og þegar vakur gæðingur heyrir gjallandi her-
lúður blása til orrustu, þá hneggjar hann hátt og blæs af víga-
móði, þannig æstist Penþeifur við veinin er fvlltu loftið og reiði
hans hlossaði upp á ný, er hann heyrði hrópin.
Á fjallinu miðju var auð flöt, umkringd slcógum, og mátti
sjá inn á hana frá öllum liliðum. Fyrst til að sjá Penþeif son
sinn, þar sem hann fylgdist með blótinu vanhelgum augum,
fyrst til að rjúka að honum i æðiskasti verður móðir Iians. ,,.Tó,
systur“, æpti hún, „komið báðar! Þennan risabjörn, sem villt-
ist inn á okkar svæði, ætla ég mér“.
Og öll hin tryllta hersing æðir á eftir honum einum, þær
fylgdu henni allar og eltu hinn skelfda konung. Þvi nú var
hann skelfdur, nú viðhafði hann engin gífuryrði, heldur for-
mælti sjálfum sér og játaði glöp sín. Þótt hann væri særður,
hrópaði hann: „Hjálpaðu mér nú, Atónóa frænka, minnstu nú
þess, er hundarnir rifu i sig Akteon son þinn“. En hún mundi
nú ekki lengur Akteon og sleit hægri handlegginn af þeim, sem
bað hana hjálpar, en um leið reif Inó af hinn handlegginn. Nú
hafði hann enga handleggi lengur, sem hann gæti teygt mót
móður sinni, og gat ekki sýnt annað en sárin. þar sem hand-
leggirnir liöfðu verið fastir við húkinn. „Sjáðu, móðir!“ kall-
aði hann, en við jiá sjón rak Agava upp öskur, skók sig, svo að
hárið flaksaðist til i vindinum, sleit höfuðið af hálsi sonar sins
og hélt þvi i hendi sér með blóðugum fingrum og æpti: „,Tó,
vinir, þennan sigur hef ég unnið“.
Og líkt og vindurinn feykir af liáum trjám laufblöðum, sem
kuldi haustsins hefur farið um og losað frá greinunum, eins
fljótt slitu hinar trylltu hendur limina af Penþeifi.
Þetta létu Þehudætur sér til varnaðar verða og fylgdu upp
frá því hinum nýja sið, færðu brennifórnir og frömdu hlót á
helgum ölturum.
40