Eimreiðin - 01.01.1975, Blaðsíða 53
EIMREIÐIN
Ætli gerfifóturinn góði
sé gróinn við stúfinn
eins og læknirinn hélt að gerast mundi
ef ég yrði geggjaður
eins og hann
Ég vona að þokunni létti
ég sé orðið ekkert fyrir léttu
Orn hefur kallað sjálfan sig trúbadúr, enda bera ljóð hans
þess víða vitni að þau eru ætluð til söngs. Oft líða ljóðin til-
tinnanlega fyrir það, að þau eru beygð undir laglínur meira af
l'andafli en kunnáttu. Sem skáldskapur verður pródúktið þá
°ft anzi magurt, en gæti notið sín ágætlega við gítarsöng í kát-
11 m félagsskap. Einnig bættir Erni til að vera oft fullyrðinga-
samur, þegar pólitík eða félagsmál eru á ferðinni, — bér gæti
t'ann lært af Þórarni Eldjárn, hvernig lokka á lesandann út á
tsinn.
Hugmyndaflugið er sá burðarás sem heldur kafla Arnar uppi.
Það er oft auðugt og ferskt, auk þess sem húmorinn leynir sér
ekki. En Örn verður að aga sköpunargáfu sína og kynna sér
t'etur bvað befur verið gert i Ijóðinu.
Piíður nefnist síðari hluti Skotbljóðs og er eftir Jón Daníels-
s°n. Jón yrkir viða um byltinguna í kvæðum sinum. Yrkisefnið
fer mjög misjafnlega í höndum hans, en kvæðið á síðu 57,
Hvlting, er bæði eftirminnilegt og vel gert.
BYLTING
Fólk?
Stór jarðfastur steinn,
ég?
Lítill karl
að grafa upp
með
teskeið
að
vopni.
yeikleiki Jóns er sá sami og Arnar, hann fiktar við rim og
tjóðstafi án þess að ráða nægilega vel við formið, og því verða
Pessi gömlu hjálparmeðul oft til lýta. Fullkomlega laust form
er sá stíll þar sem Jón nær beztum tökum á yrkisefninu. Tök-
Um ljóðið Á vegum almættisins sem dæmi.
53