Eimreiðin - 01.01.1975, Page 54
EIMREIÐIN
Líf mitt er eins og blár borði
strengdur
á milli stólpa.
fig er línudansarinn
og fikra mig áfram
með höndum og fótum
óvanur að dansa á línu
og verð því
að æfa mig á leiðinni.
Svo einn daginn
kemur Guð með skæri
og klippir.
Það er lítið hægt að segja um Púður Jóns. Ljóðræn tilfinn-
ing og auga fyrir myndum er augljós, en hvað vex upp af
þessum fræjum, vil ég engu spá um.
Ósjálfrátt verður mér hugsað til þess, hve miklu einlægari,
og þvi um leið trúverðugri, menn eins og Jón, Megas, Dagur
og Geirlaugur eru, þegar þeir yrkja um byltinguna og pólitísk-
ar hugsjónir, heldur en þær skrifborðs byltingahetjur sem ferð-
ast vindmiklar með lest til Lundar með öreiga byltinguna eins
og skrautfjöður i hattinum.
UM KORN ÁLFHEIÐAR LÁRUSDÖTTUR
Þetta er lítil, falleg og ögn hugljúf bók. Yrkisefnið er oftast
ástin eða innhverfar tilfinningar. Eins og flestum, sem yrkja á
þessum aldri, verður henni tíðrætt um laufið, og Ijóðið Tsh,
tsh, tsh, er ágætur samnefnari þúsund annarra æskukvæða, sem
birtast í skólablöðum eða í bréfakörfunni. Flest eru ljóðin þessu
merki brennd. En það sem gerir Korn að athyglisverðri kompu,
eru furðu hugkvæmar myndir, sem bregður fyrir i einu og einu
ljóði:
FUGLAR I SKÝJUM
fuglar í hóp
fastir í skýjunum
staðnaðir í austri
frá sólinni.
54
eða myndin í lok litils ástarljóðs: