Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1975, Síða 60

Eimreiðin - 01.01.1975, Síða 60
EIMREIÐIN Þegar ábótinn sá framfarir hans, gladdist liann í einlægni og skipaði liann klausturlegan leiðsögumann fyrir þann sæg af amerískum túristum, sem þyrptust inn í klausturgarðinn á hverjum degi. Munkurinn okkar var ákaflega hreykinn af að fá þennan starfa og hugðist gera innreið sina sem leiðsögu- maður heldur en ekki eftirminnilega. Hann leiddi því fyrsta túristaflokkinn (ellilífeyrisþega frá Wisconsin) um garðinn gullfagra, tjáði þeim latnesk og japönsk nöfn blóma, sem uxu þar í velsæld, honum dvaldist dálítið á loftkældum barnum, og hann leiddi siðan agndofa og hifaða gestina að marmarasund- laug, sem lá þar milli grjóthóla eins og sannur afsprengur náttúrunnar. Hann henti þeim á hláma himinsins, sem endur- speglaðist í glampandi vinvl-flisum laugarinnar, táraðist rétti- lega yfir innfluttu Idómaheði á austurbarmi laugarinnar, sog- aði upp i nefið og ávarpaði hópinn svofelldum orðum: „Við leitum að hinni tæru lind sannleikans, sem mun gera okkur frjálsa. Dalur skuggans er aðeins afkvæmi fjallalirings- ins. Við hefjum gönguna á brattann, að hæsta tindi þar sem útsýnið er fagurt, og við munum öðlast sýn. Ekki þá sýn, sem þeim hefur hlotnazt, er harizt hafa á leið sinni, heldur innri sýn. Skilning þess, sem sér }Tfir og veit, að daglegt amstur og strit er litils virði. Lindin tæra er ekki á tindi fjallsins. Hún er vatnið, sem leitar þangað, sem er lægst og auðvirðilegast þvkir. Á leið okkar á brattann höfum við bundizt böndum, líkt og siður er reyndra göngumanna. Þannig starfar Zen- Búddhisminn. Andstæðurnar tengja okkur saman þeim hönd- um, sem ósættanlegar skoðanir mynda. Röflið og hullið er vettvangur okkar. Mál okkar, sköpunin." Eftir þetta hrífandi ávarp var svo hljótt um stund að heyra hefði mátt saumnál detta. Síðan var eins og fellihylur skvlli á i klaustrinu, og allt gerðist i einu vetfangi, þrjár liáaldraðar systur fengu satori, gamall okrari ákvað að gerast munkur tafarlaust, uppgjafa liðþjálfi hneig í yfirlið, féll i laugina og drukknaði. Húrrahrópin dundu i klausturgarðinum, og hvar hefði þetta endað, ef lágvaxinn verkfræðingur. sem hafði orð- ið vitni að öllu saman, Iiefði ekki læðzt upp að hlið munksins okkar og hvislað feimnislega: „Kæri munkur, ræða yðar kom mér skemmtilega á óvart, en mér þykir rétt að gera ofurlitla grein fyrir þessari vndislegu marmarasundlaug. Þér hafið not- að þessa laug sem imynd fyrir lind sannleikans, og satt er það, að livergi var til hennar sparað. Gerst ætti ég að vita það, því að fyrirtæki mitt, Sono Tichi Ichi Dachi i Tachi hannaði og hyggði þessa laug, laug sannleikans. Ilitt er aftur leyndarmál, 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.