Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1975, Page 62

Eimreiðin - 01.01.1975, Page 62
EIMREIÐIN JÖHANN HJÁLMARSSON Fréttirnar frá Víetnam og Kambódíu Reykjavík í apríl 1975. Fréttirnar frá Víetnam og Kambódíu berast okkur enn inn í kyrrlátan vetrarmorgun meðan líf okkar líður eins og kvikmynd, sem sýnd er hægt. Nú er sókn Þjóðfrelsishreyfingarinnar hafin. Við sjáum myndir á sjónvarpsskerminum og í hlöðunum af löngum lestum flóttafólks. 1 runnum leynast vopnaðir menn, sem skjóta á stóreygð börn og ungar konur, sem óttinn hefur gert hrumar. Galaxy herflugvél leggur upp frá Saigonflugvelli með munaðarlaus hörn áleiðis til Bandaríkjanna. Þau eru flest yngri en tveggja ára. 62

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.