Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1975, Page 70

Eimreiðin - 01.01.1975, Page 70
EIMREIÐIN Hún horfði á manninn í þrónni og liugsaði um hænsni og púddapúdd. Þegar Múlki hafði klöngrazt upp á bakkann, rétti Larry hon- um myndina. „Eiginhandaráritun?“ spurði hann. Múlki leit á myndina. Maðurinn var hár, ljóshærður með blá augu. Hann bar hana saman við fyrirmyndina. Hörundsflúr var á handlegg Larry, nakin kona. Jenkimaðurinn tók fram veskið silt og dró fram mynd, sem liann einnig rélti Múlka. „My wive,“ sagði hann. „The kids,“ sagði liann. Benti á Hallgerði og bætti við: „My guide.“ Múlki rétti honum myndirnar aftur. Síðan krosslagði hann handleggina framan á hringunni, lyfti öðrum fætinum og sagði: „Verðu þig, maður, ef þú getur.“ Larry hafði sem snöggvast gleymt sér við minningar frá liá- skólaárum sínum, er þau kynntust, liann og konan lians, en áttaði sig strax og setti sig í stellingar. „Hanaslagur, væ væ, jibbí,“ hrópaði Hallgerður. Hún tiplaði kringum þá og klappaði saman höndunum. Þeir börðust másandi i sólarbreizkjunni. Þeir spyrntu hvor við öðrum með olnbogunum og reyndu að koma andstæðingn- um af fótunum. Larry hafði lokið herþjónustu og hafði líkam- lega yfirburði. Þar við bættist, að Múlki var í vöðlum, en aftur á móti hafði hann þjálfun í að athafna sig á stéttinni við þrærn- ar. Gamalíel varð svo mikið um, að hann *ýndi niður, hvar í Hafliðarímu hann var staddur, og kom aðvifandi. Svo skruppu fætur undan Múlka, og hann datt aftur yfir sig, ekki í þróna eins og Larry hafði stefnt að, heldur á stéttina. Larry rétti honum höndina hlæjandi og hjálpaði honum á fætur. Múlki stóð upp með ólundarsvip og stikaði burt. Fugl flaug yfir og dritaði, og dritið myndaði hvíta skellu á vatnsborðið í þrónni fyrir framan þau, og fiskur kom upp í yfirborðið og gleypti liana. „Segðu mér meira af konunni þinni,“ bað Hallgerður. Og Larry hljóðfærði hugsanir sínar: „Konunni minni kynnt- ist ég í Pax háskólanum, en ég var séní í háskóla, hugsaðu þér, með járnrimlagleraugu og kollu á höfðinu með rellu upp úr, og bjó til eldflaugar, raunar aðeins eina, var allan námstíma minn með hana í smíðum og varði doktorsritgerð um sálar- stríð mitt við þá smíð; eljusemi, sem vakti undrun og aðdáun allra, sem af vissu, og þar á meðal þeirrar konu, sem af öðrum bar að siðsemi, göngulagi og matarlyst, er siðar varð mín ekla- 70| kvinna. Hún er undursamleg, hún er einstök, hún er eina kon- I

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.