Eimreiðin - 01.01.1975, Page 75
EIMREIÐIN
varð einnig til þess, að Spínola flýði land, — en sór reyndar
af sér uppreisnartilraunina. Og liðsforingjarnir, sem nú hafa
töglin og hagldirnar í landinu og margir eru hallir undir
kommúnista, neyddu foringja stjórnmálaflokkanna — sem
leyfðir eru — til þess að viðurkenna völd sín eflir kosning-
arnar „til þess að tryggja árangur byltingarinnar“, þar sem
aljiýða Portúgals væri ekki nægilega vel „upplýst“.
Jafnfróðlegt hefur verið að fylgjast með fréttaflulningi jað-
arbúa vinstra megin hér á landi af þessum atburðum öllum.
Eitt málgagnið, Þjóðviljinn, sem hamast gegn þeim herfor-
ingjastjórnum, sem hægrisinnaðar eru, liefur skrifað mjög vin-
samlega um liðsforingjaliópinn portúgalska, gert málflutningi
hans um „fáfræði“ alþýðu, sem stjórnisl af landeigendum og
klerkum, liátt undir liöfði og birt lofgreinar um kommúnista-
flokkinn og foringja lians. Reyndar er varla við öðru að húast
75