Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 60
EIMREIÐIN
er hann fer orðum um þær firrur, sem „auðvaldslygararnir“ setja
saman um Ráðstjórnarríkin, „sósíalismann“ og „sannfullkomið” lýð-
ræði, þó að heiftaryrði hans verði ekki höfð hér eftir.
Björn og félagar hans hefja ferð sína í helvíti (í „borgaralýðræðis-
ríkjunum“) eins og Dante — þó að ég ætti reyndar ekki að líkja þeim
sameignarsinnunum við skáldsnillinginn — kóma við í hreinsunar-
eldinum (í Ráðstjórnarríkjunum) og fljúga loks á vængjum hugsjón-
anna til himna (í fyrirmyndarríki framtíðarinnar). Helvíti velja þeir
öll verstu orð tungunnar sem vonlegt er, en í hreinsunareldinum
herðist lýðræðið og skírist, þar eru verkalýðsráð og alþýðudómstólar,
alræði öreiganna, friður og framfarir. Og hvaða máli skiptir það, að
einhverjir ,,lítilsigldir“ menn, sem skilja ekki eðli byltingarinnar, far-
ast í logunum? Á eldinn með þá alla! (Eins og óða hunda?) Þó að
þessir menn væru reyndar á annan tug milljóna í Ráðstjórnarríkjun-
um, varð að greiða Byltingunni slíkt gjald, færa hrævarlogum lyginn-
ar þær fórnir. í hreinsunareldinum var lýðræðið að vísu ekki alfull-
komið, en þó „hátt hafið yfir borgaralýðræðið, sem löngu var staðn-
að í þróun sinni“.20 Og auðvelt er að skýra ágallana: „Flest af því,
sem á vantar, er þó í raun og veru ekki að kenna ráðstjórnarskipu-
laginu, heldur auðvaldsskipulaginu í grannlöndunum, sem sitja á svik-
ráðum við hið nýja þjóðfélag.“ En hvernig er umhorfs á himnum, ef
dvölin er svo dásamleg í lýðræði hreinsunareldsins? Þar starfa menn
eftir hæfileikum sínum og bera úr býtum eftir þörfum sínum, eins og
Björn orðar það. Þar er lýðræði, frelsi, jafnrétti, bræðralag og jöfn-
uður. Þar er líf mannanna samnefnari alls hins góða, sanna og fagra.
Þar er ófriður og kynþáttahatur óhugsandi. Og þegar hið sannfull-
komna lýðræði hefur risið í hæstar hæðir, þegar spámenn og spek-
ingar þráttarhyggjunnar hafa sungið hallelúja og hósíanna, dýrð sé
stéttleysinu í upphæðum, þá deyr lýðræðið út. Þess verður ekki þörf,
því að mennirnir „venjast smám saman á að halda einföldustu frum-
reglur þjóðfélagslegs samlífs, sem öllum eru kunnar frá upphafi vega,“
eins og Lenín sagði.30 Minni spámaðurinn Björn Franzson orðaði þessa
speki svo: „Þar með er á þessum hnetti stofnsett það þúsund ára
ríki frelsis, jafnréttis og bræðralags, sem mannkynið hefur dreymt
um frá alda öðli.“31
Nú veit glöggskyggn og gagnrýninn lesandi — eins og allir lesend-
ut eigað að vera — vafalaust, að orð manna og athafnir eru sitt
hvað. Stóuspekin sjálf er t. d. ekki hrakin, þó að sagðir séu sögur af
sællífi stóuspekinga. Eins er það um marxismann: Skilningur komm-
236