Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 61
EIMREIÐIN
únista á hugtakinu lýðræði stendur ekki og fellur með lýðræði í þeim
ríkjum, sem kenna sig við kommúnisma. En vissulega veitir það vís-
bendingu um, að einhver galli sé á gjöf Marx, hversu mjög áhangend-
um hans hefur mistekizt (eða tekizt). Og er nú komið að því að vega
og meta kenninguna sem slíka, orð kommúnista ein um lýðræði. Hvað
er unnt að finna að þeim? Athugum mál íslendinganna. Þeir Gunnar
og Björn gagnrýndu báðir lýðræði Vesturlanda. Fyrri andmæli Gunn-
ars eru fráleit: Þar sem kosningar eru leynilegar, eru kjósendur
óbundnir. Vangaveltur um andlegt atgervi og óheiðarleik (t. d. mútu-
þægni) kjósandans koma kosningarrétti hans varla við, ef fullnægt
er venjulegum lágmarksmælikvarða. Að seinni andmælum Gunnars
verður síðar vikið. Fvrstu, önnur og fimmtu andmæli Björns eiga ekki
við lýðræði Vesturlanda, eins og það er venjulegast skilið. Hann er
þar að hengja bakara fyrir smið. í lýðræðislegri stjórnskipun er kosn-
ingaréttur ekki takmarkaður, ofbeldi ekki beitt (nema í sjálfsvörn),
og þar er ekki alræði meiri hlutans. Síðar í þessu ritgerðarkorni verð-
ur rætt um þriðju andmæli Björns gegn vestrænu lýðræði. Fjórðu
andmæli hans eru reist á trú hans á hinar „ósættanlegu andstæður
auðvaldsþjóðfélagsins“, en slík goðmögnun orða er ekki rök. Og
hefur þá flestum andmælum þeirra félaga verið vísað á bug með rök-
um.
En marxistar hreyfa einni mótbáru mestri gegn lýðræði Vestur-
landa: að þar sé aðstöðumunur. Þeir segja, að aðgangur manna að
fjölmiðlum sé ekki jafn, þeir hafi ekki sömu skilyrði til að njóta
þeirra réttinda, sem eru þar í orði kveðnu, t. d. málfrelsis og athafna-
frelsis. Þessir spekingar þrætubókanna spyrja, hvort raunverulegt
jafnrétti geti verið, þar sem einn er auðugur, en annar snauður. Er
frelsi fátæklingsins ekki annað þar en frelsi auðkýfingsins? Er hann
frjáls, þegar hann getur ekki notfært sér frelsi sitt? Og lausn sína á
þessum vanda kalla kommúnistar „efnahagslegt lýðræði” og segja, að
„sannfullkomið“ geti lýðræði aðeins verið, þar sem efnahagslegt og
stjórnmálalegt lýðræði fari saman. Seinni andmæli Gunnars, þriðju
andmæli Björns og skilgreiningar þeirra fjórmenninga á ,,sönnu“ lýð-
ræði eiga upphaf sitt í slíkum hugleiðingum þeirra. Þessar röksemdir
marxista virðast veigameiri en hinar, sem þegar hafa verið hraktar. En
þó eru þær léttvægar fundnar á vogarskál rökvísinnar. Um einfaldan
hugtakarugling þeirra er að ræða. Forsendur lýðræðis eru frelsi og
jafnrétti, eins og sýnt verður fram á síðar í þessu spjalli. Þessum hug-
tökum rugla kommúnistar saman við önnur, svo sem jöfnuð, jöfnun
237