Eimreiðin - 01.07.1975, Qupperneq 64
ElMRElÐIN
spjalls. En hvers vegna varð það matsorð? Hvers vegna er það já-
kvætt? Svarið er að finna í forsendum lýðræðis, frelsi og jafnrétti.
Margar bækur og miklar hafa verið settar saman um „frelsisins
eilífu, eggjandi von“, um frelsið, þetta vígorð frjálshyggjunnar, sem
vakið hefur svo marga af værum svefni vanans, sem kveikt hefur á
svo mörgum kyndlum í hugum mannanna — og beitt hefur ver-
ið og misbeitt svo í stjórnmálabaráttu. Hér er að vísu ekki tóm til að
ræða þetta hugtak nema í litlu, en þess er þó að geta, að gera verður
greinarmun á innra frelsi og ytra. Innra frelsi er hæfileikinn til að
velja og hafna. Það er frelsi í þessum skilningi, sem átt er við, þegar
farið er orðum um „frelsi viljans“ eða sjálfræði mannsins. Og er
frelsið það ein helzta gáta siðfræðinnar. En ytra frelsi er umfram
allt kvaðaleysi. Sá maður er frjáls í þessum skilningi orðsins, sem
er laus við hömlur á athöfnum sínum, frjáls að því að gera það, sem
hann vill. Þegar minnzt er á frelsi í mæltu máli, er oftast átt við
stjórnmálahugtakið, ytra frelsi. En hvers vegna er verið að gera þenn-
an greinarmun? Ástæðan er ofureinföld. Ýmsar helztu hugsanavillur
heimspekinga alræðissinna eiga upptök sín í þeirri ruglandi að sam-
sama innra frelsi hinu ytra. Alræðissinnarnir, kommúnistar, fasistar
og fylgifiskar þeirra, segja sem svo: „Maðurinn er ekki frjáls, fyrr en
hann ræður sér sjálfur. Og hann ræður sér ekki sjálfur, fyrr en hann
getur ráðið sér sjálfur, þ. e. þegar hann hefur efnahagslegar og fræði-
legar forsendur til þess. En þær eru ekki til nema í þúsundáraríki
Stórasannleikans. Þar er hið eina sanna frelsi. Þegar verið er að neyða
menn undir ok kommúnisma og fasisma, er verið að neyða þá til að
vera frjáls!“ — Og er þá komið frelsi, sem er í raun og veru kúgun.
Man lesandinn eftir vígorðum Stórabróður í hrollvekju Orwells,
1984? En að þessari þrætubókarlist alræðissinna slepptri er þess að
geta, að í ytra frelsi mannsins felst sjálfsákvörðunarréttur hans. En
hvað er svo sjálfsagt við, að maður ráði sér sjálfur? Þessari spurningu
má svara með annarri: Hver á að gera það annar? Ég leyfi mér að
svara þeirri spurningunni afdráttarlaust: Enginn að öðru jöfnu. Rök-
styðja verður sérhverja íhlutun í mál einstaklingsins, sérhverja hömlu,
sem á hann er sett. Skáldið og frelsishetjan Nordahl Grieg orðar þetta
ágætlega í kvæði, sem Magnús Ásgeirsson sneri á íslenzku:
Sú fullvissa er fædd í oss öllum,
að frelsið sé l'tf hvers manns,
jafneinfalt og eðlisbundið
sem andardráttur hans.
240