Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Side 65

Eimreiðin - 01.07.1975, Side 65
EIMREIÐIN En getur frelsi farið saman við jafnrétti, sem sagt hefur verið önn- ur forsenda lýðræðis? Þá er að hyggja að hugtakinu jafnrétti. Að halda fram jafnrétti er ekki að halda því fram, að allir menn séu jafnir í öllu. Þeir eru það ekki. Einn maður er duglegri en annar, hraustari og greindari. Og þeir eiga ekki að vera jafnir. Glæpamaðurinn og góðborgarinn eiga ekki hið sama skilið, afkastamaðurinn og letinginn eiga ekki að uppskera hið sama. En í hverju eru menn jafnir? Þeir eru jafnir sem menn, allir menn í sömu aðstæðum eiga sama rétt. Hér er um sjálfsögð sannindi að ræða, eins og gleggst sést á dæmum. Segj- um sem svo, að settur sé nýr nefskattur, sem falli ekki á tiltekinn hóp manna. Fyrsta spurningin, sem vaknar, er þá: Hvers vegna? Hvers vegna eru þeir undanþegnir skattinum? Og einhver skynsamleg ástæða verður að vera til þess að gera þennan greinarmun. Rökstyðja verð- ur sérhvern slíkan mun, og allar slíkar rökfærslur sýna raunar fram á, að jafnrétti er sjálfsagt. Rökstyðja verður undantekninguna, en ekki regluna, þ. e. að mismunur sé gerður á mönnum, en ekki hitt, að hann sé ekki gerður. Fleiri rök má færa fyrir jafnrétti sym stjórn- málahugsjón, þó að hér sé ekki til þess tóm. Og frelsi og jafnrétti, eins og þessi hugtök eru hér skilin, fara vissulega saman, eins og ljóst má vera. Það er algengur misskilningur, að þau stangist á, misskiln- ingur, sem reistur er á hugtakaruglingi. Frelsi og jafnrétti eru tvær greinar af sama meiði. Lýðræði er viðurkenning á sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins og á jafnrétti allra þegnanna, sú aðferð við ákvarðanatöku, sem ein leiðir af hugsjónum frelsis og jafnréttis. Valdhafinn þiggur vald sitt af þjóð- inni, öllum einstaklingunum. Þeirra er rétturinn til þess að taka ákvarðanir í stjórnmálum, og þennan rétt sinn framselja þeir fulltrú- um sínum í kosningum. Ríkisstjórn í lýðræðislandi hefur þess vegna umboð þegnanna til þess að stjórna, hún fer með völd þeirra. Sér- hver ákvörðun, sem tekin er fyrir hönd annarra, verður að vera reist á umboði þeirra. Og enginn má beita valdi, ef hann hefur ekki rétt til þess. Einræði á alltaf upphaf sitt í ofbeldi, í því að ganga á rétt manna. Einræði er þess vegna rangt í sjálfu sér, en lýðræði rétt. Lýð- ræði er hin eina stjórnskipun, sem sæmir mönnum, sjálfstæðum ein- staklingum. 6. í Þjóðníðingi Ibsens heldur sannleiksunnandinn Stokkman læknir mikla ræðu, þar sem hann fer hörðum orðum um trúna á meirihlut- ann. Hann segir þá fullyrðingu Hofstaðs ritstjóra, að meiri hlutinn hafi 241
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.