Eimreiðin - 01.07.1975, Page 65
EIMREIÐIN
En getur frelsi farið saman við jafnrétti, sem sagt hefur verið önn-
ur forsenda lýðræðis? Þá er að hyggja að hugtakinu jafnrétti. Að halda
fram jafnrétti er ekki að halda því fram, að allir menn séu jafnir í
öllu. Þeir eru það ekki. Einn maður er duglegri en annar, hraustari
og greindari. Og þeir eiga ekki að vera jafnir. Glæpamaðurinn og
góðborgarinn eiga ekki hið sama skilið, afkastamaðurinn og letinginn
eiga ekki að uppskera hið sama. En í hverju eru menn jafnir? Þeir
eru jafnir sem menn, allir menn í sömu aðstæðum eiga sama rétt. Hér
er um sjálfsögð sannindi að ræða, eins og gleggst sést á dæmum. Segj-
um sem svo, að settur sé nýr nefskattur, sem falli ekki á tiltekinn hóp
manna. Fyrsta spurningin, sem vaknar, er þá: Hvers vegna? Hvers
vegna eru þeir undanþegnir skattinum? Og einhver skynsamleg ástæða
verður að vera til þess að gera þennan greinarmun. Rökstyðja verð-
ur sérhvern slíkan mun, og allar slíkar rökfærslur sýna raunar fram
á, að jafnrétti er sjálfsagt. Rökstyðja verður undantekninguna, en
ekki regluna, þ. e. að mismunur sé gerður á mönnum, en ekki hitt,
að hann sé ekki gerður. Fleiri rök má færa fyrir jafnrétti sym stjórn-
málahugsjón, þó að hér sé ekki til þess tóm. Og frelsi og jafnrétti,
eins og þessi hugtök eru hér skilin, fara vissulega saman, eins og ljóst
má vera. Það er algengur misskilningur, að þau stangist á, misskiln-
ingur, sem reistur er á hugtakaruglingi. Frelsi og jafnrétti eru tvær
greinar af sama meiði.
Lýðræði er viðurkenning á sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins og
á jafnrétti allra þegnanna, sú aðferð við ákvarðanatöku, sem ein leiðir
af hugsjónum frelsis og jafnréttis. Valdhafinn þiggur vald sitt af þjóð-
inni, öllum einstaklingunum. Þeirra er rétturinn til þess að taka
ákvarðanir í stjórnmálum, og þennan rétt sinn framselja þeir fulltrú-
um sínum í kosningum. Ríkisstjórn í lýðræðislandi hefur þess vegna
umboð þegnanna til þess að stjórna, hún fer með völd þeirra. Sér-
hver ákvörðun, sem tekin er fyrir hönd annarra, verður að vera reist
á umboði þeirra. Og enginn má beita valdi, ef hann hefur ekki rétt
til þess. Einræði á alltaf upphaf sitt í ofbeldi, í því að ganga á rétt
manna. Einræði er þess vegna rangt í sjálfu sér, en lýðræði rétt. Lýð-
ræði er hin eina stjórnskipun, sem sæmir mönnum, sjálfstæðum ein-
staklingum.
6.
í Þjóðníðingi Ibsens heldur sannleiksunnandinn Stokkman læknir
mikla ræðu, þar sem hann fer hörðum orðum um trúna á meirihlut-
ann. Hann segir þá fullyrðingu Hofstaðs ritstjóra, að meiri hlutinn hafi
241