Iðunn - 01.03.1885, Blaðsíða 8
134
Jónas Jónasson :
um bú, sem alt.af væri á þessum flæmingi, bæði suðr
í haustvertíðir o. s. frv. |>að væri svo sem merki
upp á ráðdeildina hans, að hann varði mestöllum
hlutnum [sínum í fyrra til þess að kaupa smiðju ;
hann væri ekki farinn að sjá neinar stórsmíðar eftir
hann ennþá.
Björn á Urriðalæk var hálfþrítugr, þegar saga
þessi gerðist. Hann hafði mist föður sinn í æsku,
og alizt upp hjá móður sinni, og verið síðan fyrir
framan hjá henni meðan henni entist aldr til. Voru
þau alla jafna bláfátæk, því að hún átti fyrir mörgum
börnum að sjá. Hafði hún orðið að þiggja nokkurn
styrk af sveit um nokkur ár, og hafði oftast lent á
Gunnari gamla að leggja þangað nokkuð af litsvari
sínu. Nú var móðir Bjarnar dáin fyrir þrem árum ;
stóðst þá búið ekki fyrir skuldum, og slepti Björn
því kotinu ; gerðist hann þá lausamaðr, sem marg-
ir gerðu í þá tíð, og var við sjó á vetrum enn í
kaupavinnu á sumrum, enn lét skrifa sig á Urriða-
læk, og hélt þar til. Græddist honum skjótt fje með
þessu móti, og með því að hann var hagr vel á tró
og járn, kom hann sér upp smiðju góðri, og smíðaði
margt, þegar á milli varð fyrir honum. Bnn þá
voru smíðar hans eigi svo alkunnar orðnar, að al-
menn aðsókn væri að lionum.
þau Björn og Guðrún Gunnarsdóttir höfðu oft sézt
eins og gengur í sveit, en einkanlega höfðu þan
tekið vel hvort eftir öðru í brúðkaupsveizlu einni ár-
inu áður; þau höfðu setið saman undir borðum,
verið saman um kveldið þegar unga fólkið fór að
leika sér, og oftast hitt rótt hvort á annað í jóla-
leiknum. það hafði jafnvel, veizlufólkið, farið að