Iðunn - 01.03.1885, Blaðsíða 41
Viltr í slcógi.
167
þannig stall af stalli með stórri jurtatorfu og miklu
af lausagrjóti, og Atti eg ekki annars úrkostar enn
að láta það við taka er vildi. Gljúfrið þrengdist
að á báðar hliðar, og sjóðandi brimniðr ólgaði fyrir
neðan mig. Mér fanst eg vera að hrapa ofan í
gröf, þar sem brimíð gripi við nánnm. |>að var
tekið að dimma, og þarna niðri sá eg ekkert. Stór-
grýti hentist fram hjá mér, var langan tíma á lofti,
og skall síðan niðr langt fyrir neðan mig, svo söng
við dimt sem í bumbu. Dröslurnar úr skyrtunni
minni urðu eftir á þyrnum og snögum, enn blóðið
lagaði úr höndum mér og fótum. Loksins valt
undan mér stór steinn með miklu lausagrjóti, og eg
tókst á loft niðr fyrir þverhnýpið.
Eg vissi af því, að eg skall djúpt á kaf í fossanda
vatn. |>að varð mér að góðu, því að eg komst til
sjálfs mín aftr ; straumrinn bar mig að einum kletti,
sem stóð meðal margra aunara eins og urðir í ánni.
Eg hresstist að nýju, skreið upp á þenna klett, og
nú varð mér fyrst fyrir að fá mér að drekka. Eg
fór nú að líta í kring um mig, en leizt þá ekki á.
þetta var miklu stærri á en lækrinn við rjóðrið, og
svo var ekki aðgengilegt upp á bakkann. Ain féll
í hyldjúpu og þverhnýptu hamragljúfri; ruddist
hún fram hvítfyssandi, og bar með sér stórgrýti og
stóra viðarboli, sem skullu í klettana. Síðustu sól-
argeislarnia skutust neðan eftir gilinu — síðan skall
náttmyrkrið á. — Nú voru engiu úrræði önnur, enn
að reyna að komast niður eftir gilinu ; eg skil ekki
enn hvaðan eg fékk þá fimleika og krafta, enn eg
brauzt gegnum hringiður og straumkast af steini á
stein. En í stað þess að gefa mér útfararleyfi,