Iðunn - 01.03.1885, Blaðsíða 58

Iðunn - 01.03.1885, Blaðsíða 58
184 Spakmæli. og kvenna hylli,—als þessa eru stutt not, og eins er um æskuna og auðinn. Sá maður, sem hremdur er af örlögunum, kýs sér óvin að vin, en fráhveríist vin sínum og gerir honum mein ; ið góða hyggur hann ilt vera og hið illa gott. »þéssi er annaðhvort einn af vorum eða útlending- ur«; svo segja þeir menn, sem lágt hyggja, en veg- lyndir menn virða svo sem öll jörðin sé heimili sitt. Ef konungur sýnir sig í því að fyrirlíta sanna verð- leika, þá skipast fávitringar einirí návist hans ; þegar þeir setjast viö stýrið, geta vitrir menn ekki þrif- izt þar í nánd; þegar vitrir menn firrast stjórnina, þá fær engin regluieg landstjórn framar staðizt; þeg- ar stjórnin er til grunna gengin, hlýtur alt að fara að forgörðum. Brotnum þyrni, sem situr í holdinu, lausri tönn og illum ráðgjafa er bezt að rykkja upp með rótum. Að þjóna konungi er sama sem að sleikja sverðs- eggjar, faðma ljón og fiensa höggorm. Auðvirðismenn óttast matarskort, miðlungsmenn hræðast dauðann; þar á mót hræðast ágætismenu óvirðinguna framar en nokkuð annað. Sá sem ekki sinnir skáldskapnum og sönglistinni nó neinni annari íþrótt, hann er meö öllu skynlaus skepna og vautar ekki nema hornin og halann. Hver munur er á verulegu kvikindunum og mann- kvikindunum, sem beitaekki andanum til að athuga ið illa og góða, sem firrast trúarinnar guðlegu boð og hafa ekki hugann á öðru en að kýla vömbina?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Iðunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.