Iðunn - 01.03.1885, Qupperneq 58
184
Spakmæli.
og kvenna hylli,—als þessa eru stutt not, og eins er
um æskuna og auðinn.
Sá maður, sem hremdur er af örlögunum, kýs sér
óvin að vin, en fráhveríist vin sínum og gerir honum
mein ; ið góða hyggur hann ilt vera og hið illa gott.
»þéssi er annaðhvort einn af vorum eða útlending-
ur«; svo segja þeir menn, sem lágt hyggja, en veg-
lyndir menn virða svo sem öll jörðin sé heimili
sitt.
Ef konungur sýnir sig í því að fyrirlíta sanna verð-
leika, þá skipast fávitringar einirí návist hans ; þegar
þeir setjast viö stýrið, geta vitrir menn ekki þrif-
izt þar í nánd; þegar vitrir menn firrast stjórnina,
þá fær engin regluieg landstjórn framar staðizt; þeg-
ar stjórnin er til grunna gengin, hlýtur alt að fara
að forgörðum.
Brotnum þyrni, sem situr í holdinu, lausri tönn og
illum ráðgjafa er bezt að rykkja upp með rótum.
Að þjóna konungi er sama sem að sleikja sverðs-
eggjar, faðma ljón og fiensa höggorm.
Auðvirðismenn óttast matarskort, miðlungsmenn
hræðast dauðann; þar á mót hræðast ágætismenu
óvirðinguna framar en nokkuð annað.
Sá sem ekki sinnir skáldskapnum og sönglistinni
nó neinni annari íþrótt, hann er meö öllu skynlaus
skepna og vautar ekki nema hornin og halann.
Hver munur er á verulegu kvikindunum og mann-
kvikindunum, sem beitaekki andanum til að athuga
ið illa og góða, sem firrast trúarinnar guðlegu boð og
hafa ekki hugann á öðru en að kýla vömbina?