Iðunn - 01.12.1887, Blaðsíða 15
Tveir vinir.
429
viðrkenning fyrir dugnað hans, þá varð hann að
heyja nýja baráttu við sjálfan sig. jpað var lengi
vel,að það var eins og hver stöðu-frömun, sem honum
lilotnaðist, bæri eins og einhvern keim af sam-
vizkubiti, en alt um það hélt hann áfram að vinna
með hvíldarlausri elju.
Svo sagði Alphonse við hann einhvern dag, svo
látlaust og blátt áfram, eins og honum var eigin-
legt: nSkrambi ert þú annars starfnýtr maðr,
Charlie ! þú flýgr hér í úr einni stöðunni í aðra
æðri, og skýtr öllum aftr fyrir þig, ungum og göml-
um — ég tala nú ekki um mig ! — ég er sannarlega
montinn af þér».
Charles fyrirvarð sig. Hann hafði hugsað, að
Alphonse mundi hafa sárnað að vera ekki tekinn
til jafns við sig ; en nú sá hann, að vinr hans
unni honum vel fremdarinnar fram yfir sig og þótti
þar á ofan vænt um. Smám saman kom meira
jafnvægi á lund hans, og röskleiki hans og starfsemi
varð æ meira og meira metið.
— En fyrst hann var nú í raun og veru miklu
nýtari maðr en Alphonse, hvernig gat þá staðið á
því, að enginn veitti honum eftirtekt í lífinu, en
Alphonse var hvers manns hugljúfi. Jafnvel sér-
hver sá stöðu-frami og sérhver sá viðrkenningar-
vottr, sem hann gat áunnið sér með elju og starf-
semi, alt það fann Charles að sér var veitt ein-
hvern veginn þurlega, eins og væri það verzlunar-
viðskifti, en allir, alt frá bankastjórunum niðr til
sendisveinanna, allir höfðu fagnaðar-kveðju og
spaugsyrði á takteinum við Alphonse.
Á öllum skrifstofum og í öllum deildum bankans