Iðunn - 01.12.1887, Blaðsíða 35
Tveir vinir.
449
hún á hann bænaraugum eftir einu blíðlegu augna-
ráði; og færi hann svo burt eitthvert kveld, að
hann kastaði ekki á hana hlýlegri kveðju, þá var
eins og hún blikuaði upp, og þjónarnir hvísluðu
liver að öðrum : »Sko madame •— í kvöld er hún
grá !»
Út við gluggana var enn þá lesbjart; þar sátu
sumir við blöðin. Nokkrir uugir menn skemtu sér
við að liorfa á mannfjöldaun á strætinu. Lengra
inni í salnum var kveykt á gasljósunum uppi yfir
billiard-borðinu. þar stóð Alphonse og var að spila
við tvo kunningja sína.
Hann haföi komið að skenkiborðiuu og heilsað
Madame Yirginie. Hún hafði lengi tekið eftir, að
Alphonse varð fölvari og fölvari með degi hverjum,
og hafði hún um leið og hún tók kveðju hans, svona
hálft í spaugi, en þó hálft í alvöru, sagt við hann
eitthvað á þá leið, að hann mætti ekki lifa eins
léttúðarlega og hann gerði; hann yrði að fara betr
með sig.
Alphonse svaraði einhverju daufu spaugsyrði og
bað um absinth.
<) hvað hún hataði þessar lcttlátu leikhússdans-
konur og leiksöngva-konu, sem tældu Alphonse til
að svalla nótt eftir nótt við fjárhættuspil eða enda-
lausa kampavíns-kveldverði. það var orðið skelfing
að sjá útlitið á honum þessar síðustu vikur; hann
var orðinn magr, og augun stóru og blíðlegu vóru
orðin óróleg og hvöss. Hvað hefði hún ekki viljað
til vinna til að draga liann burt frá þessu líferni,
sem bersýnilega gerði iit af við hann. Iíún leit í
Iðunn. Y. 99