Iðunn - 01.12.1887, Blaðsíða 61
Ivölski og málaflutningsraaðurinn. 475
Bóndi stóð úti ú hlaði.
»Sæll vertúu, sagði málaflutningsmaðnrinn ; »jeg
lcom hjerna til að vitja um renturnar, sem jeg á
inni hjá þjer».
»Já, hjálpi okkur sá sem vanur er», sagði Pjetur
og stundi við. »Rentur ! og jeg hef varla ofan í
mig að jeta, og ekki það, kouan liggur veik, bráða-
pestin drepur fyrir mjer fjeð, og svoerjeg heylaus.
þar á ofau. þjer megið til að líða mig dálítið um
þctta.
»því er nú ver, að jeg get það ekki», sagði mála-
flutningsmaðurinn, »jeg er sjálfur illa staddur og
þarf allra minna muna með, svo peningana verð
jeg að fá. Ef þú getur ekki borgað renturnar, þá
verð jeg að láta selja undan þjer kotið. Eógetinn
lcemur á morgun, og þá verður þú að hafa þig
burtu».
»En, í hamingju bænum!», hrópaði Pjetur, »þjer
megið þó alltjend til að gefa mjer ofurlítinn
frest».
»Frest, — það orð þekki jeg ekkin, sagði mála-
flutningsmaðurinn, sneri baki við honum og gekk
burtu. Kölski lötraði í humáttina á eptir. þá gat
Pjetur ekki setið á sjer lengur; hann orgaði á eptir
þeim : »það vildi jeg skrattinn vildi sækja þig,
bannsettur mauraselurinn !»
»Nei, það varst þá þú, sem jeg átti að sækja»,
hrópaði kölski; »þú varst sá þriðji, og það bar svei
mjer vel í veiðin.
Og allt í einu snerist kölski í sína ófrýnilegustu
mynd, með hornin, skottið og hófinn, þreif í treyju-