Iðunn - 01.12.1887, Blaðsíða 27
Tveir vinir.
441
gert; það var eins og hann væri orðinn ástfanginn í
skuldum vinar síns.
En þetta gékk svo seint og dræmt, og Charlés var
orðinn fölr og bleikr af að bíða og bíða.
Hann beið og beið eftir því augnabliki, að augu
allra þessara manna, sem alt af liöfðu lítils metið.
liann, skyldu opnast svo, að þeir sæju, hve lítils.
virði í verunni þessi Alphonse væri, sem allir gum-
uðu svo mikið með. Hann vildi lægja metnað Al-
phonse’s og vita hann yfirgefinn af öllum vinuin sín-
um, einmana og allslausan, og þá--------
Ja, lengra var honum ekki um að halda liugs-
uninni áfram. því að þegar þangað var komið,
lireyfðu sór í brjósti hans nokkrar tilfinningar, sem
hann vildi ekki kannast við.
Hann vildi hata fornvin sinn ; liann vildi fá liefud
fyrir allan þann kulda og vanmet, sem hann hafði
orðið fyrir í lífinu ; og hvert sinn sem einhver ofr-
lítil hugsun gægðist upp í ssíl hans til að taka svari
Alphonse’s, þá ýtti hann henni frá sér og sagði
eins og gamli bankarinn : »það tjáir ekki fyrir mann
í verzlunarstétt að vera viðkvæmr».
Einn dag sem oftar gékk hann til skraddara síns;.
liann lót ef til vill um þessar mundir sauma sér
öllu fleiri föt heldr en hann þurfti nauðsynlega á
að halda.
Skraddarinn litli var inn kvikasti og kom undir
eins með stóran stranga af fataefni: »Sko ! þetta er
efni fyrir yðr í föt. Monsieur Alphonse er einmitt
að láta búa sér til alklæðnað úr því; og monsieur
Alphonse er maðr, sem hefir vit á að velja sér efni,
sem vel fer, í föt».