Iðunn - 01.12.1884, Side 11
Slcólalif á miðöldunum. 281
laust. I2n í ölæðinn og ofsanum ljetu þeir eigi þar
með staðar numið, heldur fóru og lömdu á öðrum
bœjarmönnum, hverjum sem þeir gátu hönd á fest.
Bæjarmenn tóku sig saman, völdu þá úr sínum
hóp, er verst voru útleiknir, og sendu þá á fund
Blönku drottningar, er þá gengdi ríkisstjórn, í æsku
sonar síns, Hlöðvis hins helga, að kæra mál sitt.
Sendimenu lýstu vandlega hrakningum sínum fyrir
drottningu og snýttu rauðu til sanuindamerkis.
Drottning reiddist, og bauð lífverði sínum að fara
þegar til liðs við borgarmenn, og refsa vægðarlaust
óeirðarseggjunum, er þeir næðust. Liðsménn lögðu
af stað og ljetu all-vígamannlega. J>eir spurðust fyr-
ir, hvar fjandmenn sína væri að hitta. En er þeir
urðu þess varir, að þeir skiptu þúsundum og höfð-
ust við þar sem þrengst voru stræti í borginni, þá
runnu á þá tvær grímur og hjeldu í gagnstæða átt.
Svo átti illa til að takast, að þá bar þar að, er nokkr-
ir friðsamir stúdentar, er eigi voru hót við rósturn-
ar riðnir, voru að leikum, á' velli einum fyrir ut-
an borgina. En er hermenn litu þar stúdentabún-
inginn, svall þeim móðurinn og rjeðu á hina ungu
menn, er áttu sjer einskis ills von, drápu nokkra,
særðu marga og rændu alla, er þeir fengu hönd á
fest, og fórst það allfimlega. Nú varð allt annað
efst á baugi. Að borgarmönnum hafði verið misboð-
ið og misþyrmt hremmilega, þess gætti nú éigi
minnstu vitund; nú fengust allir um það eitt, hverj-
um vanþyrmslum einkarjettindi stúdenta hefðu orð-
ið að sæta og kröfðust rjettlætis fyrir þeirra hönd
með mikilli ákefð. Hver annar en drottningin, sem
hefði átt í hlut, mundi hafa fengið að kenna á þessu
tiltæki óþyrmilega. það bakaði henni jafnvel mikla