Iðunn - 01.12.1884, Page 13
SkólaHf d miðöldunum. 283
xYfirbætur ! yfirbætur ! bölvaður Satan ! J>ú, sem
svívirðir liina heilögu móður, kirkjuna 1 |>ú, sem
níðist á rjettindum hennar ! Yfirbætur, eða til hel-
vítis með þig að öðrum kosti!« jpessari hóglcgu
málaleitan fylgdi snörp grjóthrið á hurðir og'glugga,
Og er »bölvaður Satan« gat ekki komið því fyrir sig,
hvernig hann ætti að fara að gera yfirbætur þar á
sömu svipstundu, var hann þegar í stað bannfærður
með hinum harðasta formála. En ekki var öllu þar
með lokið. þegar hinni dökku sveit þvarr rómur og
grjót þraut slíkt hið sama, var haldið áfram prósessí-
unni og gengið til hallar konungs, Filipps hins fríða,
og hann krafinn rjettlætis með mikilli háreysti.
Fyrst vildu þeir eigi láta sjer annað lynda eða minna
en að borgarstjóri væri að vörmu spori upp festur
á sjálfs hans gálga, þann hæsta er til væri. Konung-
ur varð að þinga við þá langa hríð og fara bónarveg
til þess að fá borgið lífi síns dyggva þjóns, og það
með þeim skilmála, að »glæpamaðurinn væri þegar
í stað rekinn frá embætti, látinn biðja háskólann
fyrirgefningar á hnjánum, taka stúdentinn ofan af
gálganum og kyssa hann á munninn, stofna tvö
prestsembætti fyrir sálu hans, og fara pílagrímsför til
Avignon og taka þar lausn af páfa«. Sömu forlög
hlaut einn eptirmaður þessa borgarstjóra hundrað
árum síðar, 1408, fyrir það, að hann var svo einfald-
ur að fmynda sjer að »kunnugleiki hans á borgara-
legum lögum veitti sjer heimild að hafa að engu lög
heilagrar kirkjua, svo að hann ljet hengja tvo stúd-
enta, er höfðu ráðizt á nokkra kaupmenn á ferðalagi,
rænt þá og myrt síðan. Með þessum hætti var valds-
mönnum kennt að gera mun á lærðum og leikum í
þá daga.