Iðunn - 01.12.1884, Page 18

Iðunn - 01.12.1884, Page 18
p « 288 Skólalíf á miðöldunum. eins og »ego a?no« (jeg elska), og gerði sjer mikið far um að fá skorið úr því með »laganna máttugu aðstoð«, hver væri hinn rjetti framburður á stafnum »q«, með öðrum orðum: ætlaðist til að gefin væri út um það tilskipun. þó voru slík kappræðu-efni mesta skyn- semi í samanburði við ýms önnur. írskir stúdentar höfðu öðrum fremur orð ásjer fyrir hugvitsemi að búa til hártoganir og lag á að flækja menn í þeim. Á 8. öld píndu þeir alla kristnina með því að láta menn reyna sig á þessum snotra hugsunar-rembihnút: »þ>ú verður annaðhvort að játa eða neita, að per- sónurnar í guðdómlegri þrenningu sjeu þrjár verúr. Játirðu því, ertu vafalaust þrígyðingur og trúir á þrjá guði, og neitirðu því, þá felur sú neitun í sjer, að ekki sjeu þrjár aðgreindar persónur í þrenning- unni, og þá ertu áhangandi Sabellíus trúarvillings. Fyrir því, kæri vin, hvern kostinn sem þú kýs, þá ertu villutrúarmaður og átt þjer vísa eilífa glötun«. —þessi hártogun fjekk hinum hálærðustu guðfræð- ingum í þá daga nóg að vinna. Og óðara en það var gleymt, komu írskir hugvitsmenn með annað nýtt ekki betra, og gekk þetta svo koll af kolli, þar til er Erigena (833—879), hinn frægasti spekingur íra í þá daga, kom í'ram með algyðis-kenningar sínar, er bökuðu guðfræðiugum í þá daga mikið amstur og vandræði, en voru loks dæmdar trúarvilla á kennimannastefnu í París 1209. Eerðalög voru enginn gamanleikur í þá daga, og mörg óþægindi samfara þossu hrökli til og frá. Minnstir urðu örðugleikarnir þeim semnóg höfðu efni. En þeir höfðu þá annað mótlæti á stundum. Legðu þeir alvarloga stund á að fræðast, bar það við opt og tíðum, áð þeir lögðu uinmitt fyrir sig það nám, er

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.