Iðunn - 01.12.1884, Síða 26

Iðunn - 01.12.1884, Síða 26
296 Skólalíf á miðöldunum. Aður margir mánuðir voru liðnir, komu svo marg- ir fátækir lærisveinar til bæjarins, að Platter, svo fengsæll sem hann var, fór að eiga mjög örðugt með að fá ofan í sig. Tóku þeir sig þá upp þaðan, hann og brautingi hans, og sex aðrir með þeim, og hjeldu til Dresden, en komust í mesta basl á leiðinni og sultu heilu hungri. Skammt frá Neumark bjuggu þeir sjer náttból við brunn einn nærri borgarveggj- um og kynntu þar eld sjer til hlýinda. Varðmenn sáu bálið og skutu á þá, en misstu þeirra. Jpeir höfðu góða matarlyst íyrir því; þeir höfðu hnupl- að sjer tveimur gæsum og töluverðu af rófum, sníkt sjer út salt og ýmislegt fleira smávegis, og loks náð sjer í pott með einhverju móti. jpeir færðu sig um set, bakvið runna, matbjuggu þar og höfðu þar beztu veizlu. Síðan lögðust þeir til svefns þar undir trján- um ogsváfu rótt um nóttin. jpeirvöknuðu um morg- uninn við ár-nið, gengu á hljóðið, fundu ána og meira að segja net í henni, fullt af silungi. þeir hirtu veið- ina og hjeldu leiðar sinnar. þetta var mesti hátíðis- dagur fyrir þá; því um, kvöldið komu þeir til bónda, sem átti móður á lífi, er langaði ákaflega mikið til að sjá Svissa einhvern tíma áður en hún dæi; þeir nutu þar Platters og fengu beztu góðgjörðir hjá bónda ó- keypis. Bptir fimm ára flakk hurfu þeir fjelagar Páll og Tómas heim áptur til St. Gallen. Tómas hafði lært á þessu ferðalagi flestallar mállýzkur, er þá voru talaðar á þýzkalandi, af því að hann var svo ungur, og sparaði nú eigi að sýna list sína. »Guð hjálpi okkur«, sögðu vandamenn hans, »hann Tómas okkar er svo lærður orðiun, að við skiljum ekki helminginn af því sem hann sögir«. »Og þó«,

x

Iðunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.