Iðunn - 01.12.1884, Síða 34

Iðunn - 01.12.1884, Síða 34
304 Skólalíf á miðöldunum. skyldi um hálsinn. |>etta gerðu eigi einungis fátækir námsmenn, heldur var það og altítt fyr- ir munkum í þá daga ; þeir verzluðu drjúg- um með þess konar verndargripi, til mikillar glötunar gömlum haudritum, er fóru þannig for- görðum hrönnum saman. Sá stúdent, sem kunni þá list að rekja forlög manns eptir stöðu himintungla á fæðingarstundu hans, átti jafnan vísar góðar viðtök- ur, hvar sem hann kom. Slíkir garpar koma mjög við sögur og æfintýri á miðöldunum. Binn er lát- inn segja fyrir, að það eigi að liggja fyrir barni að drýgja dauðasök, og er svo látinn lifa það, að hann kveður sjálfur upp dóminn. Stundum, þegar mikið gekk á og lýðurinn var í uppnámi, rjeðust þessir umrenningar jafnvel í að fást við fjölkynngi. En með því að þeir kunnu lítt til þeirrar listar, fórst þeim hún miður úr hendi en skyldi að jafnaði. Bitt dæmi þess meðal annars er í frásögur fært, er við bar í Dijon, á þeirn árum er Karl konungur sjötti var brjálaður. Gáfu sig þá fram þar í borginni tveir stúdentar, Poinson og Bri- quet, og ljetust hafa komizt fyrir, hver væri undir- rót að veiki konungs, og fundið ráð við henni. þeir settust í skóg einn þjettan skammt frá borgarhliðum og tóku þarstór gjöld af lýðnum ; þorðu fáir að fær- ast undan þeirri kvöð, til þess að því yrði eigi um kennt, ef miður tækist að lækna konung. þeirljetu smíða tólf stoðir geysimiklar og jafnmargar festar, og stóran kranz, allt úr járni. Stoðir þessar ljetu þeir reisa upp þar úti í skógi, binda við þær festarnar og setja kranzinn ofan á. Að þessu verki var verið svo vikum skipti. Galdramennirnir Ijetu sjer það vel líka ; þeir lifðu í allsnægtum á meðan. Jpegar allt

x

Iðunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.